„Awww litla dúllan“ Jakob Bjarnar skrifar 20. ágúst 2019 10:08 Mörgum Hafnfirðingnum sem leggur orð í belg er á því að þessi minkur sé mjög krúttlegur. Meðan aðrir vilja halda því til haga að hann er alhliða drápari og skaðræðisskepna. Visir/Vilhelm/Davíð Sölvason Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira