Árétta að ekkert liggi fyrir um að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er iðnaðarráðherra og fer með orkumálin í ríkisstjórninni. vísir/vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. Tilefni tilkynningarinnar er frétt Morgunblaðsins þar sem fjallað er um skrif breska blaðsins Financial News um sæstrengsverkefnið. Í frétt Morgunblaðsins segir orðrétt að áform ASC hafi þegar uppfyllt kröfur sem gerðar séu í þeim efnum samkvæmt íslenskum lögum“ og að „það sem einkum vanti sé grænt ljós frá breskum stjórnvöldum“. Vegna þessa vill atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið árétta eftirfarandi:• Engar forsendur eru til að fullyrða að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur.• Íslenskt regluverk um sæstrengi er mjög takmarkað. Ljóst er að til þess að af slíku verkefni geti orðið þarf að gera margvíslegar lagabreytingar, til að mynda um skipulagsmál, umhverfislega þætti og fleira. Eðli málsins samkvæmt er útilokað að meta hvort verkefni ASC muni samræmast reglur sem ekki hafa verið settar.• Ástæða er til að árétta að þriðji orkupakkinn er því fjarri því að innihalda fullnægjandi regluverk til að sæstrengur geti orðið að veruleika og hann tekur ekki ákvörðunarvald um lagningu nýrra strengja af íslenskum stjórnvöldum.• Augljóst er að verkefni ASC hefur ekki heldur hlotið það samþykki Alþingis sem verður skilyrði fyrir lagningu sæstrengs verði lagafrumvarp og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þess efnis samþykkt.• Fulltrúar ASC hafa á undanförnum árum að eigin frumkvæði kynnt áform sín á nokkrum fundum með ráðuneytinu. Engir fundir hafa verið haldnir að frumkvæði ráðuneytisins, engar formlegar viðræður hafa átt sér stað og ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. Tilefni tilkynningarinnar er frétt Morgunblaðsins þar sem fjallað er um skrif breska blaðsins Financial News um sæstrengsverkefnið. Í frétt Morgunblaðsins segir orðrétt að áform ASC hafi þegar uppfyllt kröfur sem gerðar séu í þeim efnum samkvæmt íslenskum lögum“ og að „það sem einkum vanti sé grænt ljós frá breskum stjórnvöldum“. Vegna þessa vill atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið árétta eftirfarandi:• Engar forsendur eru til að fullyrða að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur.• Íslenskt regluverk um sæstrengi er mjög takmarkað. Ljóst er að til þess að af slíku verkefni geti orðið þarf að gera margvíslegar lagabreytingar, til að mynda um skipulagsmál, umhverfislega þætti og fleira. Eðli málsins samkvæmt er útilokað að meta hvort verkefni ASC muni samræmast reglur sem ekki hafa verið settar.• Ástæða er til að árétta að þriðji orkupakkinn er því fjarri því að innihalda fullnægjandi regluverk til að sæstrengur geti orðið að veruleika og hann tekur ekki ákvörðunarvald um lagningu nýrra strengja af íslenskum stjórnvöldum.• Augljóst er að verkefni ASC hefur ekki heldur hlotið það samþykki Alþingis sem verður skilyrði fyrir lagningu sæstrengs verði lagafrumvarp og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þess efnis samþykkt.• Fulltrúar ASC hafa á undanförnum árum að eigin frumkvæði kynnt áform sín á nokkrum fundum með ráðuneytinu. Engir fundir hafa verið haldnir að frumkvæði ráðuneytisins, engar formlegar viðræður hafa átt sér stað og ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent