Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Björn Þorfinnsson skrifar 6. september 2019 06:15 Hrókeringar í ráðum og nefndum hafa skilað nokkrum borgarfulltrúum miklum launahækkunum. Fréttablaðið/Stefán reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira