Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður næsti dómsmálaráðherra. Hún sést hér með bros á vör fyrir utan Valhöll fyrr í vetur. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26