Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Heimir Már Pétursson, Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 5. september 2019 17:26 Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent