Flaggar við öll tilefni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. september 2019 06:45 Ólafur er annar helmingur Sauðalitabandalagsins. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira