Flaggar við öll tilefni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. september 2019 06:45 Ólafur er annar helmingur Sauðalitabandalagsins. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira