Leitar uppi stolin hjól Björn Þorfinnsson skrifar 4. september 2019 06:15 Andri Már Sigurðsson endurheimti hjólið sitt í gær með aðstoð Bjartmars sem má með sanni segja að sé hjólahvíslari Reykjavíkur. Fréttablaðið/ERNIR Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira