Táningur tvíbrotinn eftir að dekk var losað af hjólinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. september 2019 14:00 Þórunn Lárusdóttir leikkona biður foreldra að ræða alvarleika málsins við börnin sín. Aðsend/FBL/Anton Brink Þrettán ára sonur Þórunnar Lárusdóttur leikkonu tvíbrotnaði á handlegg eftir að dekkið var losað af hjólinu hans á fimmtudag. Drengurinn var á ferð þegar afturhjólið datt skyndilega af með þeim afleiðingum að hann féll aftur á bak og lenti á handleggnum. Þegar að var gáð kom í ljós að átt hafði verið við skrúfurnar á hjólinu. „Þetta er bara alveg hræðilegt,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. „Mér skilst að þetta sé frekar algengur grikkur hjá unglingum.“ Hún biðlar til annarra foreldra um að ræða alvarleika slíkra hrekkja við börnin sín. „Ég er alveg sannfærð um það að krakkarnir sem að gerðu þetta höfðu ekkert illt í huga.“Beið í tvo daga eftir aðgerð Foreldrar drengsins telja að átt hafi verið við hjólið á meðan hann var í skólanum eða þegar hann var í fermingarfræðslu eftir skólatíma. Hann var svo að hjóla á skólalóðinni ásamt vinum sínum þegar slysið varð. „Aftara hjólið dettur af þannig að hann dettur aftur fyrir sig en hann man eiginlega ekki nákvæmlega hvernig það gerðist. Hann dettur mjög illa og höndin tekur allt fallið og sem betur fer er hægt að laga það.“ Þórunn þakkar fyrir að drengurinn var með hjólreiðahjálm og að ekki fór verr. „Þau fara bæði alveg í sundur beinin svo við fórum beint með hann upp á bráðamóttöku. Við þurftum að dvelja á Barnaspítalanum í tvo daga að bíða eftir aðgerð því það var svo mikið að gera. Honum voru gefin mjög mikið af verkjalyfjum náttúrulega og hann var mjög þjáður litla greyið.“ Hún segir að það hafi hjálpað mjög mikið að reynt var að rétta beinin aðeins og setja gifs á handlegginn á meðan hann beið eftir aðgerðinni. „Þurfti því eðli málsins samkvæmt að dæla í hann morfíni og þess háttar til að sársaukinn bæri hann ekki ofurliði.“ Hann þurfti að þjást fram á laugardag þegar hann komst í aðgerðina. „Það var erfitt að bíða eftir aðgerðinni en ástandið er ekki gott greinilega á spítölunum eins og kannski margir vita. Það þarf að forgangsraða og það voru börn sem að fóru fram fyrir. Börn eru yfirleitt í forgangi en það var mikið að gera og lítið af fólki.“ Þórunn segir að hann hafi þurft að fasta mikið af þessum biðtíma þar sem ekki var vitað hvenær hann kæmist að í aðgerð.Drengurinn beið í tvo daga á Barnaspítalanum eftir aðgerð.Mynd/Þórunn LárusdóttirGetur farið virkilega illa „Við gerðum bara það sem þurfti að gera. Aðalmálið og ástæða þess að ég vek athygli á þessu er að mér er einhvern vegin skylt að fá foreldra til að taka umræðuna við börnin sín.“ Sonur Þórunnar þarf að vera fjórar vikur í gifsi og verður svo eitthvað lengur með pinnann í hendinni. „Það er enginn stuðningur af því að það fóru bæði beinin. Svo þarf hann að fara aftur í aðgerð til þess að taka pinnann úr. Þetta setur allt úr skorðum. Það er að byrja allt starf í skólum. Hann æfir box í Fjölni og það fer allt á hold og hann getur ekki farið í íþróttir í skólanum eða neitt svoleiðis. En eins og ég segi, aðalmálið var að vekja athygli á þessu, ekki að velta okkur upp úr einhverju drama hér. Málið er að svona getur farið virkilega illa. Svo ég tali nú ekki um að ef að krakkar eru að hjóla hjálmlausir og eitthvað gerist.“Skólayfirvöld skoða málið Þórunn er sannfærð um að börn sem losi skrúfur af hjólum geri sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Hún biðlar því til unglinga, foreldra, kennara og allra þeirra sem gætu mögulega haft áhrif, að ræða þetta. „Það er um að gera að brýna fyrir krökkum að athuga með hjólið sitt áður en farið er af stað og líka náttúrulega það að gera ekki svona.“ Fjölskyldan lét skólayfirvöld í Vogaskóla vita svo hægt væri að reyna að koma í veg fyrir að þetta komi upp aftur. Eftir atvikið hefur Þórunn heyrt fleiri svipuð dæmi. „Það var ein sem sagði að sonur hennar hefði lent í þessu. Það var búið að skrúfa framhjólið af þannig að hann rúllar fram af. Það munaði engu að miltað hefði sprungið. Þetta er bara hræðilegt.“ Þórunn segir að fyrst þegar henni var sagt frá því að átt hafi verið við hjólið hafi hún hrist hausinn og ekki trúað því að einhver myndi gera slíkt. „Svo fórum við að skoða hjólið og þetta er bara það sem var gert, þetta var það sem gerðist. Það var búið að skrúfa dekkið af.“ Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Þrettán ára sonur Þórunnar Lárusdóttur leikkonu tvíbrotnaði á handlegg eftir að dekkið var losað af hjólinu hans á fimmtudag. Drengurinn var á ferð þegar afturhjólið datt skyndilega af með þeim afleiðingum að hann féll aftur á bak og lenti á handleggnum. Þegar að var gáð kom í ljós að átt hafði verið við skrúfurnar á hjólinu. „Þetta er bara alveg hræðilegt,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. „Mér skilst að þetta sé frekar algengur grikkur hjá unglingum.“ Hún biðlar til annarra foreldra um að ræða alvarleika slíkra hrekkja við börnin sín. „Ég er alveg sannfærð um það að krakkarnir sem að gerðu þetta höfðu ekkert illt í huga.“Beið í tvo daga eftir aðgerð Foreldrar drengsins telja að átt hafi verið við hjólið á meðan hann var í skólanum eða þegar hann var í fermingarfræðslu eftir skólatíma. Hann var svo að hjóla á skólalóðinni ásamt vinum sínum þegar slysið varð. „Aftara hjólið dettur af þannig að hann dettur aftur fyrir sig en hann man eiginlega ekki nákvæmlega hvernig það gerðist. Hann dettur mjög illa og höndin tekur allt fallið og sem betur fer er hægt að laga það.“ Þórunn þakkar fyrir að drengurinn var með hjólreiðahjálm og að ekki fór verr. „Þau fara bæði alveg í sundur beinin svo við fórum beint með hann upp á bráðamóttöku. Við þurftum að dvelja á Barnaspítalanum í tvo daga að bíða eftir aðgerð því það var svo mikið að gera. Honum voru gefin mjög mikið af verkjalyfjum náttúrulega og hann var mjög þjáður litla greyið.“ Hún segir að það hafi hjálpað mjög mikið að reynt var að rétta beinin aðeins og setja gifs á handlegginn á meðan hann beið eftir aðgerðinni. „Þurfti því eðli málsins samkvæmt að dæla í hann morfíni og þess háttar til að sársaukinn bæri hann ekki ofurliði.“ Hann þurfti að þjást fram á laugardag þegar hann komst í aðgerðina. „Það var erfitt að bíða eftir aðgerðinni en ástandið er ekki gott greinilega á spítölunum eins og kannski margir vita. Það þarf að forgangsraða og það voru börn sem að fóru fram fyrir. Börn eru yfirleitt í forgangi en það var mikið að gera og lítið af fólki.“ Þórunn segir að hann hafi þurft að fasta mikið af þessum biðtíma þar sem ekki var vitað hvenær hann kæmist að í aðgerð.Drengurinn beið í tvo daga á Barnaspítalanum eftir aðgerð.Mynd/Þórunn LárusdóttirGetur farið virkilega illa „Við gerðum bara það sem þurfti að gera. Aðalmálið og ástæða þess að ég vek athygli á þessu er að mér er einhvern vegin skylt að fá foreldra til að taka umræðuna við börnin sín.“ Sonur Þórunnar þarf að vera fjórar vikur í gifsi og verður svo eitthvað lengur með pinnann í hendinni. „Það er enginn stuðningur af því að það fóru bæði beinin. Svo þarf hann að fara aftur í aðgerð til þess að taka pinnann úr. Þetta setur allt úr skorðum. Það er að byrja allt starf í skólum. Hann æfir box í Fjölni og það fer allt á hold og hann getur ekki farið í íþróttir í skólanum eða neitt svoleiðis. En eins og ég segi, aðalmálið var að vekja athygli á þessu, ekki að velta okkur upp úr einhverju drama hér. Málið er að svona getur farið virkilega illa. Svo ég tali nú ekki um að ef að krakkar eru að hjóla hjálmlausir og eitthvað gerist.“Skólayfirvöld skoða málið Þórunn er sannfærð um að börn sem losi skrúfur af hjólum geri sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Hún biðlar því til unglinga, foreldra, kennara og allra þeirra sem gætu mögulega haft áhrif, að ræða þetta. „Það er um að gera að brýna fyrir krökkum að athuga með hjólið sitt áður en farið er af stað og líka náttúrulega það að gera ekki svona.“ Fjölskyldan lét skólayfirvöld í Vogaskóla vita svo hægt væri að reyna að koma í veg fyrir að þetta komi upp aftur. Eftir atvikið hefur Þórunn heyrt fleiri svipuð dæmi. „Það var ein sem sagði að sonur hennar hefði lent í þessu. Það var búið að skrúfa framhjólið af þannig að hann rúllar fram af. Það munaði engu að miltað hefði sprungið. Þetta er bara hræðilegt.“ Þórunn segir að fyrst þegar henni var sagt frá því að átt hafi verið við hjólið hafi hún hrist hausinn og ekki trúað því að einhver myndi gera slíkt. „Svo fórum við að skoða hjólið og þetta er bara það sem var gert, þetta var það sem gerðist. Það var búið að skrúfa dekkið af.“
Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira