Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2019 12:00 Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019. Sorpa Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum. Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum.
Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00
Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45