Innlent

Hand­tekinn vegna líkams­á­rásar í Grafar­vogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/vilhelm
Lögregla handtók í nótt karlmann í Grafarvogi vegna líkamsárásar og eftir að hafa haft í hótunum. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn skömmu fyrir klukkan eitt í nótt og var hann vistaður í fangageymslu. Þá segir að sá sem ráðist hafi verið á hafi sloppið með minniháttar meiðsl.

Í dagbók lögreglu segir að um hálf eitt hafi verið tilkynnt um þrjá menn vera að stela úr garði í Kópavogi, en að þeir hafi verið farnir þegar lögregla kom á vettvang. Ekki sé vitað hverju mennirnir stálu.

Um hálf tvö var maður handtekinn í Skeifunni vegna annarlegs ástands og gistir hann fangageymslu þar til af honum rennur.

Klukkan rúmlega fjögur hafi verið tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við Krónuna í Garðabæ, en ekkert hafi verið að sjá þegar lögregla kom á vettvang.

Þá segir að um hálf tólf hafi kona verið stöðvuð vegna gruns um akstur án ökuréttinda, auk þess að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Henni var sleppt að lokinni blóðsýnatöku.

Um hálf þrjú hafði lögregla afskipti af manni í Reykjavík sem hótaði að svifta sig lífi, er þegar lögreglan kom á vettvang var hann með hníf í hendi og hótaði að beita honum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur og hægt verður að fara með hann á geðdeild til viðtals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×