Aukið vald Alþingis í varnarmálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. september 2019 15:00 Ég mælti fyrir frumvarpi mínu um breytingar á varnarmálalögum fyrr í dag, en að því standa auk mín sjö aðrir þingmenn Vinstri grænna. Frumvarpið snýr að því að auka hlut Alþingis þegar kemur að ákvörðunum um varnarmál, en þar er kveðið á um að allar bókanir og viðbætur við varnarsamninginn skuli bera undir Alþingi til samþykktar. Hið sama gildi um alla uppbyggingu og eðlilegt viðhald á vegum hers hér á landi. Von mín stendur til þess að allir þingmenn geti stutt þessa sjálfsögðu breytingu, óháð skoðun á veru herliðs hér á landi eða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Okkur verður tíðrætt um mikilvægi lýðræðislegrar umræðu og þess að vegur Alþingis sé aukinn. Þetta mál gerir einmitt það, því það lyftir upp í umræðuna málum sem hingað til hafa komið á borð þings sem orðinn hlutur. Alþingi hefur ekki greitt atkvæði um viðveru eða uppbyggingu hers hér á landi síðan varnarsamningurinn var samþykktur 1951. Sjálfur tel ég að hér eigi enginn her að vera og að Ísland eigi ekki að vera aðili að hernaðarbandalagi. Á þingi er einnig að finna fólk með algjörlega öndverða skoðun; að hér eigi að vera herlið og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sé nauðsynleg. Hið síðarnefnda er m.a.s. hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar ekkert með breytingartillögu mína að gera; öll hljótum við nefnilega að vilja auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Umræður um varnarmál hafa á síðustu árum fyrst og fremst snúist um orðna hluti, þ.e. uppbyggingaráform hafa ekki komið til umræðu fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt. Þannig er það árvisst að þegar Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög virðast margir á Íslandi fyrst átta sig á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu. Fyrir þessu er m.a. sú ástæða að ekki þarf samþykki Alþingis fyrir slíkri uppbyggingu, heldur fer ráðherra málaflokksins með umboð til samninga fyrir Íslands hönd. Breytingar á eðli varnarsamningsins fá því ekki þá pólitísku umræðu fyrir fram sem eðlilegt hlýtur að teljast, algjörlega óháð því hver gegnir embætti utanríkisráðherra hverju sinni. Málið er nú gengið til utanríkismálanefndar og fær þar sína eðlilegu þingmeðferð. Í ljósi yfirlýsts vilja fjölda þingmanna til þess að auka veg Alþingis og styrkja lýðræðislega umræðu, ber ég mikla von til þess að breytingin verði samþykkt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Ég mælti fyrir frumvarpi mínu um breytingar á varnarmálalögum fyrr í dag, en að því standa auk mín sjö aðrir þingmenn Vinstri grænna. Frumvarpið snýr að því að auka hlut Alþingis þegar kemur að ákvörðunum um varnarmál, en þar er kveðið á um að allar bókanir og viðbætur við varnarsamninginn skuli bera undir Alþingi til samþykktar. Hið sama gildi um alla uppbyggingu og eðlilegt viðhald á vegum hers hér á landi. Von mín stendur til þess að allir þingmenn geti stutt þessa sjálfsögðu breytingu, óháð skoðun á veru herliðs hér á landi eða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Okkur verður tíðrætt um mikilvægi lýðræðislegrar umræðu og þess að vegur Alþingis sé aukinn. Þetta mál gerir einmitt það, því það lyftir upp í umræðuna málum sem hingað til hafa komið á borð þings sem orðinn hlutur. Alþingi hefur ekki greitt atkvæði um viðveru eða uppbyggingu hers hér á landi síðan varnarsamningurinn var samþykktur 1951. Sjálfur tel ég að hér eigi enginn her að vera og að Ísland eigi ekki að vera aðili að hernaðarbandalagi. Á þingi er einnig að finna fólk með algjörlega öndverða skoðun; að hér eigi að vera herlið og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sé nauðsynleg. Hið síðarnefnda er m.a.s. hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar ekkert með breytingartillögu mína að gera; öll hljótum við nefnilega að vilja auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Umræður um varnarmál hafa á síðustu árum fyrst og fremst snúist um orðna hluti, þ.e. uppbyggingaráform hafa ekki komið til umræðu fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt. Þannig er það árvisst að þegar Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög virðast margir á Íslandi fyrst átta sig á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu. Fyrir þessu er m.a. sú ástæða að ekki þarf samþykki Alþingis fyrir slíkri uppbyggingu, heldur fer ráðherra málaflokksins með umboð til samninga fyrir Íslands hönd. Breytingar á eðli varnarsamningsins fá því ekki þá pólitísku umræðu fyrir fram sem eðlilegt hlýtur að teljast, algjörlega óháð því hver gegnir embætti utanríkisráðherra hverju sinni. Málið er nú gengið til utanríkismálanefndar og fær þar sína eðlilegu þingmeðferð. Í ljósi yfirlýsts vilja fjölda þingmanna til þess að auka veg Alþingis og styrkja lýðræðislega umræðu, ber ég mikla von til þess að breytingin verði samþykkt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar