Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2019 15:55 Olíuverð hækkaði um allt að 20% í kjölfar árásanna í Sádi-Arabíu en hækkunin hefur síðan gengið til baka. Vísir/EPA Bandarískir embættismenn segjast hafa staðsett uppruna loftárása á sádiarabískar olíulindir um helgina í sunnanverðu Íran við norðanverðan Persaflóa. Loftvarnir Sáda hafi ekki stöðvað dróna og flugskeyti sem var skotið þaðan því þeim sé beint til suðurs til að koma í veg fyrir árás frá Jemen. Tvær af stærstu olíulindum Sáda urðu fyrir loftárásum á laugardag. Uppreisnarmenn Húta í Jemen, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda, lýstu yfir ábyrgð á árásunum en bandarísk stjórnvöld sökuðu strax Írani um að standa að þeim. Stjórnvöld í Teheran hafna því alfarið.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fréttir CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur eftir bandarískum embættismönnum að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að drónarnir og flugskeytin hafi komið frá sunnanverðu Íran. Bandarík stjórnvöld hafa aðstoðað Sáda við að rannsaka leifar flugskeyta sem var skotið á olíulindirnar um helgina. New York Times segir að þeir vonist til þess að stýrikerfi þeirra varpi ljósi á uppruna þeirra og flugleið. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur hikað við að kenna Írönum beint um árásina. Hann hefur gefið í skyn að Bandaríkin muni koma Sádum til aðstoðar í mögulegum viðbrögðum þeirra við árásunum. Spurður að því í gær hvort hann hefði lofað Sádum vernd neitaði Trump því og sagði það vera samkomulagsmál. Sádar vilji vernd en árásin hafi beinst að Sádi-Arabíu en ekki Bandaríkjunum. Lýsti Trump þó þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að koma Sádum til aðstoðar vegna þess hversu mikið þeir hefðu fjárfest vestanhafs undanfarin ár og skapað mörg störf „Sádi-Arabía greiðir í reiðufé. Þeir hafa hjálpað okkur út frá störfum og öllum hinum hlutunum og þeir hafa í raun hjálpað okkur,“ sagði Trump og bar Sáda þar saman við ónefndar aðrar þjóðir sem hann sagði aðeins vilja fá hagstæð lán frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Bandarískir embættismenn segjast hafa staðsett uppruna loftárása á sádiarabískar olíulindir um helgina í sunnanverðu Íran við norðanverðan Persaflóa. Loftvarnir Sáda hafi ekki stöðvað dróna og flugskeyti sem var skotið þaðan því þeim sé beint til suðurs til að koma í veg fyrir árás frá Jemen. Tvær af stærstu olíulindum Sáda urðu fyrir loftárásum á laugardag. Uppreisnarmenn Húta í Jemen, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda, lýstu yfir ábyrgð á árásunum en bandarísk stjórnvöld sökuðu strax Írani um að standa að þeim. Stjórnvöld í Teheran hafna því alfarið.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fréttir CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur eftir bandarískum embættismönnum að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að drónarnir og flugskeytin hafi komið frá sunnanverðu Íran. Bandarík stjórnvöld hafa aðstoðað Sáda við að rannsaka leifar flugskeyta sem var skotið á olíulindirnar um helgina. New York Times segir að þeir vonist til þess að stýrikerfi þeirra varpi ljósi á uppruna þeirra og flugleið. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur hikað við að kenna Írönum beint um árásina. Hann hefur gefið í skyn að Bandaríkin muni koma Sádum til aðstoðar í mögulegum viðbrögðum þeirra við árásunum. Spurður að því í gær hvort hann hefði lofað Sádum vernd neitaði Trump því og sagði það vera samkomulagsmál. Sádar vilji vernd en árásin hafi beinst að Sádi-Arabíu en ekki Bandaríkjunum. Lýsti Trump þó þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að koma Sádum til aðstoðar vegna þess hversu mikið þeir hefðu fjárfest vestanhafs undanfarin ár og skapað mörg störf „Sádi-Arabía greiðir í reiðufé. Þeir hafa hjálpað okkur út frá störfum og öllum hinum hlutunum og þeir hafa í raun hjálpað okkur,“ sagði Trump og bar Sáda þar saman við ónefndar aðrar þjóðir sem hann sagði aðeins vilja fá hagstæð lán frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15