Flest málin endurflutt Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. september 2019 09:00 Fá þingmannamál eru afgreidd og komast mörg þeirra ekki á dagskrá eða eru svæfð í nefnd. Fréttablaðið/Valli Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira