Fótbolti

Lukaku segir meltingarkerfið verið hætt að virka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lukaku fagnar sínu fyrsta marki fyrir Inter Milan.
Lukaku fagnar sínu fyrsta marki fyrir Inter Milan. Vísir/Getty
Lukaku gekk til liðs við Inter Milan frá Manchester United fyrir 80 milljónir evra í sumar. Hann ku hafa verið 104 kíló á þeim tímapunkti en er nú kominn niður í 100 kíló.

Þetta kemur fram á íþróttavefnum ESPN en Lukaku er þar í ítarlegu viðtali. Framherjinn knái hefur oft verið talinn of þungur og þá sérstaklega á síðustu leiktíð er hann lék í treyju Manchester United en Lukaku þyngdi sig viljandi fyrir HM í Rússlandi sumarði 2018.

„Venjulega er ég með mjög hraðvirkt meltingarkerfi. Þannig hefur það verið allt mitt líf en næringafræðingur félagsins sagði mér að það væri hætt að virka“ segir Lukaku í viðtalinu. Hann segir að nú sé hins vegar allt komið í lag og líkami hans farinn að haga sér eins og áður.

Þá ræðir Lukaku meðal annars að honum hafi liðið eins og blóraböggli í Manchester og að hann hafi viljað komast úr ensku úrvalsdeildinni og frá Englandi. 

Það virðist sem vistaskiptin hafi gert Lukaku gott en hann er kominn með tvö mörk í tveimur leikjum fyrir Inter í Serie A-deildinni og þá skoraði hann eitt og lagði upp annað í 4-0 sigri Belgíu á Skotlandi í undankeppni EM nú á dögunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×