Katrín leiðir framhald bótaviðræðna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. september 2019 08:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. Fréttablaðið/Ernir Engar fjárhæðir eru tilteknar í frumvarpi forsætisráðherra um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í fyrra. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er kveðið á um heimild ráðherra til að greiða hinum sýknuðu sanngirnisbætur. Í athugasemdum við frumvarpið segir að í viðræðum hafi verið rætt um heildarfjárhæð á bilinu 700 til 800 milljónir en fjárhæðin kunni þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samninga. Gert er ráð fyrir að viðræður eigi sér stað við hlutaðeigandi undir handleiðslu forsætisráðherra samhliða framlagningu frumvarpsins og umfjöllun um það á Alþingi. Heimild ráðherra til að semja um bætur á grundvelli frumvarpsins, verði það að lögum, fellur úr gildi 30. júní 2020. Í greinargerð er einnig vikið að öðrum atriðum sem lúta að uppgjöri málsins, úrbótum á löggjöf, fræðslu og vistun skjala hjá hinu opinbera. Þau atriði verði tekin til nánari skoðunar hjá hlutaðeigandi stjórnvöldum. Miðað er við að bæturnar verði skattlausar. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur til þeirra fimm sem það tekur til byggja á sama grundvelli, það er bæði til þeirra þriggja sem enn eru á lífi og aðstandenda þeirra tveggja sem látnir eru. Þá er gert ráð fyrir að greiðslur til eftirlifandi maka og barna í tilfelli þeirra sem látnir eru, skiptist jafnt þannig að sama fjárhæð komi í hlut hvers og eins. Þetta er breyting frá þeirri stefnu sem höfð var í samningaviðræðunum, þar sem miðað var við að fjárhæðir tækju mið af fjölda daga sem hver og einn sætti frelsissviptingu. Eins og fram hefur komið er kveðið á um það í greinargerð frumvarpsins að greiðsla bóta, samkvæmt frumvarpinu, hindri ekki að frekari bóta verði krafist fyrir dómstólum. Frumvarpið var afgreitt úr ríkisstjórn og úr þingflokkum stjórnarflokkanna í gær og verður lagt fram á Alþingi í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. 27. september 2019 22:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Engar fjárhæðir eru tilteknar í frumvarpi forsætisráðherra um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í fyrra. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er kveðið á um heimild ráðherra til að greiða hinum sýknuðu sanngirnisbætur. Í athugasemdum við frumvarpið segir að í viðræðum hafi verið rætt um heildarfjárhæð á bilinu 700 til 800 milljónir en fjárhæðin kunni þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samninga. Gert er ráð fyrir að viðræður eigi sér stað við hlutaðeigandi undir handleiðslu forsætisráðherra samhliða framlagningu frumvarpsins og umfjöllun um það á Alþingi. Heimild ráðherra til að semja um bætur á grundvelli frumvarpsins, verði það að lögum, fellur úr gildi 30. júní 2020. Í greinargerð er einnig vikið að öðrum atriðum sem lúta að uppgjöri málsins, úrbótum á löggjöf, fræðslu og vistun skjala hjá hinu opinbera. Þau atriði verði tekin til nánari skoðunar hjá hlutaðeigandi stjórnvöldum. Miðað er við að bæturnar verði skattlausar. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur til þeirra fimm sem það tekur til byggja á sama grundvelli, það er bæði til þeirra þriggja sem enn eru á lífi og aðstandenda þeirra tveggja sem látnir eru. Þá er gert ráð fyrir að greiðslur til eftirlifandi maka og barna í tilfelli þeirra sem látnir eru, skiptist jafnt þannig að sama fjárhæð komi í hlut hvers og eins. Þetta er breyting frá þeirri stefnu sem höfð var í samningaviðræðunum, þar sem miðað var við að fjárhæðir tækju mið af fjölda daga sem hver og einn sætti frelsissviptingu. Eins og fram hefur komið er kveðið á um það í greinargerð frumvarpsins að greiðsla bóta, samkvæmt frumvarpinu, hindri ekki að frekari bóta verði krafist fyrir dómstólum. Frumvarpið var afgreitt úr ríkisstjórn og úr þingflokkum stjórnarflokkanna í gær og verður lagt fram á Alþingi í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. 27. september 2019 22:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00
Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. 27. september 2019 22:00