Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2019 14:00 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri og bað hann mennina um að yfirgefa salinn og fara að reglum fundarins. Skjáskot úr upptöku Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. Á fundinum átti að ræða þriðja orkupakkann en uppnám varð þegar mennirnir, sem voru í hópi fundargesta, fengu orðið og beindu spurningum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, sem þá gegndi embætti dómsmálaráðherra, um málefni þeirra sjálfra. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri og bað hann mennina um að yfirgefa salinn og fara að reglum fundarins. Hælisleitendurnir – þeir Ali Mayih Obayes Al-Ammeri, Moses Mwobodo og Samuel Elijah – fóru hins vegar ekki að fyrirmælum Ármanns um að yfirgefa salinn og sagði Ármann þá að ekki þyrfti að hringja á lögreglu þar sem tveir lögreglumenn væru meðal fundargesta. Vilhjálmur Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuður náði myndbandi af uppákomunni og var notast við myndbandið við rannsókn á málinu. Mátti þar sjá Þorvald Sigmarsson, fyrrverandi lögreglumann og annan þeirra sem Ármann vísaði í, grípa í jakka eins mannanna. Hælisleitendurnir kærðu síðar Þorvald.Rannsókninni hætt Í rökstuðningi saksóknara, sem dagsettur er 27. ágúst, segir að mennirnir hafi verið með háreisti og ekki látið af háttsemi sinni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fundarstjóra. Þorvaldur, sem síðar var kærður, hafi kynnt sig sem slíkur og gert tilraun til að vísa mönnunum af fundinum. Segir að hann hafi tvívegis gripið í jakka eins mannanna í viðleitni sinni að fá þá til að hlýða fyrirmælum og yfirgefa fundarsalinn. Í viðtali við Stundina sagði Þorvaldur að hann hafi sagt: „Ef ekki, þá tökum við ykkur út. Við tökum ykkur út. Við erum lögreglan. Þú getur talað við mig, ég er lögreglumaður.“ Hann hafi hins vegar leiðrétt sig síðar. „Mér urðu á mistök þegar ég sagði þetta. [...] Þetta kom öfugt út úr mér. Ég leiðrétti þetta við þessa menn á eftir. Ég ætlaði að segja „I was a policeman“. Ég er enginn sérfræðingur í ensku,“ sagði Þorvaldur í samtali við Stundina. Var það niðurstaða héraðssaksóknaraembættisins að með háttsemi Þorvalds hafi hann ekki tekið sér opinbert vald, sem hann hafði ekki samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga, þar sem hann hafi ekki verið að sinna lögboðnum skyldum lögreglu. Þá hafi Þorvaldur heldur ekki brotið gegn sömu lögum, hvað það varðar að ekki yrði séð að tjón hafi hlotist af því þegar hann togaði í jakka mannsins. Ekki væri grundvöllur til frekari rannsóknar og hafi henni því verið hætt.Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah.Vísir/vilhelmÓnákvæm og einhliða lýsing Í bréfi Auðar Tinni Aðalbjarnardóttur, lögmanns mannanna, til ríkissaksóknara, sem dagsett er 19. september og fréttastofa er með undir höndum, er ákvörðun saksóknara um að fella málið niður kærð. Segir að kærendur telji að lýsing fulltrúa héraðssaksóknara á atvikum gefi til kynna að yfirsýn embættisins yfir málið hafi verið ófullnægjandi og að ljóst sé að frekari rannsóknar sé þörf. Sé lýsing saksóknara á atvikum einhliða og ónákvæm þegar sagt er að mennirnir hafi haft frumkvæði að því að vera með háreisti á fundinum. Kærendur hafi óskað eftir leyfi að bera fram spurningum á ensku – nokkuð sem ráðherra [Þórdís Kolbrún] heimilaði. Þá hafi Þorvaldur ekki togað tvívegis í jakka eins kærenda, heldur togað tvisvar í hálsmál tveggja og í úlpu þess þriðja.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður mannanna.Réttur.isAndlegt tjón Mennirnir telja jafnframt hafi ekki verið skýrt að fundarstjóri hafi tekið ákvörðun um að mennirnir skyldu víkja af fundinum. Því hafi mennirnir einfaldlega verið að framfylgja vilja Ármanns fundarstjóra. „Á myndbandinu má sjá að fundarstjóri biður kærendur á einum tímapunkt vinsamlegast um að fara út en skömmu síðar er hann ásáttur við það að þeir setjist niður og aðrir fundargestir fái að spyrja spurninga,“ segir í kærunni til ríkissaksóknara. Sömuleiðis hafna kærendur því að „ekki hafi hlotist tjón af“ þegar Þorvaldur togaði í jakka mannsins. „Þá vísa kærendur sérstaklega til þess að í skýrslutökum yfir tveimur þeirra kom fram að báðir hafi beðið andlegt tjón vegna atviksins og að einn þeirra hafi misst þvag á vettvangi vegna hræðslu. Telja þeir að slíkt feli í sér andlegt tjón og minna í þessu samhengi á að þeir eru einstaklingar í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sérstaklega gagnvart yfirvöldum.“ Fara kærendur fram á að ákvörðun héraðssaksóknara verði felld úr gildi, frekari rannsókn gerð og að ákæra verði gefin út í málinu að því loknu. Hælisleitendur Kópavogur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. Á fundinum átti að ræða þriðja orkupakkann en uppnám varð þegar mennirnir, sem voru í hópi fundargesta, fengu orðið og beindu spurningum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, sem þá gegndi embætti dómsmálaráðherra, um málefni þeirra sjálfra. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri og bað hann mennina um að yfirgefa salinn og fara að reglum fundarins. Hælisleitendurnir – þeir Ali Mayih Obayes Al-Ammeri, Moses Mwobodo og Samuel Elijah – fóru hins vegar ekki að fyrirmælum Ármanns um að yfirgefa salinn og sagði Ármann þá að ekki þyrfti að hringja á lögreglu þar sem tveir lögreglumenn væru meðal fundargesta. Vilhjálmur Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuður náði myndbandi af uppákomunni og var notast við myndbandið við rannsókn á málinu. Mátti þar sjá Þorvald Sigmarsson, fyrrverandi lögreglumann og annan þeirra sem Ármann vísaði í, grípa í jakka eins mannanna. Hælisleitendurnir kærðu síðar Þorvald.Rannsókninni hætt Í rökstuðningi saksóknara, sem dagsettur er 27. ágúst, segir að mennirnir hafi verið með háreisti og ekki látið af háttsemi sinni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fundarstjóra. Þorvaldur, sem síðar var kærður, hafi kynnt sig sem slíkur og gert tilraun til að vísa mönnunum af fundinum. Segir að hann hafi tvívegis gripið í jakka eins mannanna í viðleitni sinni að fá þá til að hlýða fyrirmælum og yfirgefa fundarsalinn. Í viðtali við Stundina sagði Þorvaldur að hann hafi sagt: „Ef ekki, þá tökum við ykkur út. Við tökum ykkur út. Við erum lögreglan. Þú getur talað við mig, ég er lögreglumaður.“ Hann hafi hins vegar leiðrétt sig síðar. „Mér urðu á mistök þegar ég sagði þetta. [...] Þetta kom öfugt út úr mér. Ég leiðrétti þetta við þessa menn á eftir. Ég ætlaði að segja „I was a policeman“. Ég er enginn sérfræðingur í ensku,“ sagði Þorvaldur í samtali við Stundina. Var það niðurstaða héraðssaksóknaraembættisins að með háttsemi Þorvalds hafi hann ekki tekið sér opinbert vald, sem hann hafði ekki samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga, þar sem hann hafi ekki verið að sinna lögboðnum skyldum lögreglu. Þá hafi Þorvaldur heldur ekki brotið gegn sömu lögum, hvað það varðar að ekki yrði séð að tjón hafi hlotist af því þegar hann togaði í jakka mannsins. Ekki væri grundvöllur til frekari rannsóknar og hafi henni því verið hætt.Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah.Vísir/vilhelmÓnákvæm og einhliða lýsing Í bréfi Auðar Tinni Aðalbjarnardóttur, lögmanns mannanna, til ríkissaksóknara, sem dagsett er 19. september og fréttastofa er með undir höndum, er ákvörðun saksóknara um að fella málið niður kærð. Segir að kærendur telji að lýsing fulltrúa héraðssaksóknara á atvikum gefi til kynna að yfirsýn embættisins yfir málið hafi verið ófullnægjandi og að ljóst sé að frekari rannsóknar sé þörf. Sé lýsing saksóknara á atvikum einhliða og ónákvæm þegar sagt er að mennirnir hafi haft frumkvæði að því að vera með háreisti á fundinum. Kærendur hafi óskað eftir leyfi að bera fram spurningum á ensku – nokkuð sem ráðherra [Þórdís Kolbrún] heimilaði. Þá hafi Þorvaldur ekki togað tvívegis í jakka eins kærenda, heldur togað tvisvar í hálsmál tveggja og í úlpu þess þriðja.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður mannanna.Réttur.isAndlegt tjón Mennirnir telja jafnframt hafi ekki verið skýrt að fundarstjóri hafi tekið ákvörðun um að mennirnir skyldu víkja af fundinum. Því hafi mennirnir einfaldlega verið að framfylgja vilja Ármanns fundarstjóra. „Á myndbandinu má sjá að fundarstjóri biður kærendur á einum tímapunkt vinsamlegast um að fara út en skömmu síðar er hann ásáttur við það að þeir setjist niður og aðrir fundargestir fái að spyrja spurninga,“ segir í kærunni til ríkissaksóknara. Sömuleiðis hafna kærendur því að „ekki hafi hlotist tjón af“ þegar Þorvaldur togaði í jakka mannsins. „Þá vísa kærendur sérstaklega til þess að í skýrslutökum yfir tveimur þeirra kom fram að báðir hafi beðið andlegt tjón vegna atviksins og að einn þeirra hafi misst þvag á vettvangi vegna hræðslu. Telja þeir að slíkt feli í sér andlegt tjón og minna í þessu samhengi á að þeir eru einstaklingar í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sérstaklega gagnvart yfirvöldum.“ Fara kærendur fram á að ákvörðun héraðssaksóknara verði felld úr gildi, frekari rannsókn gerð og að ákæra verði gefin út í málinu að því loknu.
Hælisleitendur Kópavogur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55