Þrýstingur á að kæra Trump fyrir embættisbrot eykst Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 13:05 Trump sló úr og í um hvort hann hefði rætt Biden við Úkraínuforseta í gær. Fyrst gaf hann í skyn að hafa nefnt Biden en síðar að hann hefði haft fullan rétt til að gera það. AP/Susan Walsh Nýjar uppljóstranir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans hafa endurnýjað umræður í Demókrataflokknum um hvort að kæra eigi forsetann fyrir embættisbrot. Forseti fulltrúadeildarinnar sem hefur verið andvígur kæru segir Úkraínumálið vendipunkt í rannsóknum á Trump. Miklar vangaveltur hafa verið um hvort að Trump eða Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður hans, hafi hótað úkraínskum stjórnvöldum að halda eftir 250 milljón dollara hernaðarstyrk Bandaríkjastjórnar nema þau græfu upp skaðlegar upplýsingar um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og eitt líklegasta forsetaframbjóðandaefni demókrata. Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Bandarískir fjölmiðlar greindu síðar frá því að kvörtunin varðaði símtal Trump við Volodymyr Zelenskí, forseta Úkraínu. Wall Street Journal, blað í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch sem hefur verið á bandi Trump, sagði meðal annars frá því að Trump hefði átta sinnum gengið á Zelenskí að vinna með Giuliani að rannsókn á Biden í einu símtali. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Þrátt fyrir að lög kveði á um að í þeim tilfellum fái Bandaríkjaþing aðgang að kvörtun uppljóstrara hefur Joseph McGuire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, neitað að afhenda kvörtunina. Það gerði hann að ráði dómsmálaráðuneytis Trump. Ásakanirnar um að Trump hafi sóst eftir aðstoð erlends ríkis til að koma höggi á pólitískan andstæðing þykja sérstaklega eldfimar í ljósi þess að stærstan hluta forsetatíðar sinnar hefur Trump svarið af sér ásakanir um að framboð hans hafi átt í samkurli við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn orkufyrirtækis í Úkraínu. Bandamenn Trump forseta ýja að því að Biden hafi krafist brottreksturs saksóknar vegna þess að hann rannsakaði fyrirtækið.Vísir/APEngar vísbendingar um brot Biden Trump virtist gangast við því í gær að hafa rætt um Biden við Zelenskí þegar hann ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í gær en fullyrti engu að síður að samtalið hefði verið „fullkomið“ og „viðeigandi“. „Samtalið sem ég átti var að stórum hluta til að óska til hamingju, að stórum hluta spilling, eftir alla spillinguna sem hefur átt sér stað var stór hluti af við viljum ekki að fólkið okkar, eins og Biden varaforseti og sonur hans búi til við spillinguna sem er þegar í Úkraínu,“ sagði Trump. Forsetinn og bandamenn hans hafa reynt að blása upp stoðlausar ásakanir um að Biden hafi hlutast til í málefnum Úkraínu þegar hann var varaforseti til að gagnast syni sínum, Hunter Biden, sem sat meðal annars í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Samkvæmt Trump og félögum á Biden að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara vegna þess að hann rannsakaði fyrirtækið. Sú rannsókn hafði þó verið lögð til hliðar þegar Biden þrýsti á Úkraínustjórn að reka saksóknarann þar sem Obama-stjórnin taldi ganga illa að uppræta spillingu þar í landi árið 2016, að sögn Washington Post. Þrýstingur Biden var hluti af alþjóðlegum aðgerðum til að berjast gegn spillingu í Úkraínu. Eftirmaður saksóknarans hefur sagt að engar vísbendingar séu um að Joe eða Hunter Biden hafi gert nokkuð saknæmt. Hvorki Trump né bandamenn hans hafa lagt fram sannanir fyrir öðru. Engu að síður hefur Giuliani, lögmaður Trump, ítrekað gert sér ferðir til Evrópu til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Biden. Símtal Trump og Zelenskí 25. júlí kom skömmu áður en ríkisstjórn hans hélt eftir hernaðaraðstoð við Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt. Fjármunirnir voru leystir úr eftir að demókratar á þingi kröfðust svara um hvers vegna þeir hefðu verið stöðvaðir. Biden hefur svarað ásökunum Trump og félaga með því að krefjast þess að eftirrit af símtali forsetans og Zelenskí verði gert opinbert. Trump hafi gengið of langt og ætti að hegða sér eins og forseti. Biden hefur mælst með mestan stuðning frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og gæti orðið mótframbjóðandi Trump.Deila innbyrðis um að kæra eða kæra ekki Vandræðagangur hefur lengi verið innan Demókrataflokksins um hvernig eigi að taka á meintum glæpum og brotum Trump forseta. Togstreita hefur verið á milli þingmanna frá íhaldssamari ríkjum og róttækari þingmanna um hvort fulltrúadeildin, þar sem demókratar fara með meirihluta, eigi að kæra Trump fyrir embættisbrot. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi flokksins á þingi, hefur verið fremst í flokki þeirra sem vilja að demókratar einbeiti sér heldur að því að koma Trump frá í kosningum á næsta ári frekar en að leggja upp í mögulega óvinsælt kæruferli í þinginu. Slíkt ferli myndi hvort eð er seint leiða til sakfellingar yfir Trump því til þess þarf aukinn meirihluta í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta. Þeir hafa haldið nær algerri tryggð við Trump. Róttækari demókratar telja ýmislegt knýja á um að Trump verði kærður fyrir embættisbrot. Þó að rannsóknarskýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, hafi ekki sýnt fram á samráð framboðs Trump við Rússa, komu fram í henni vísbendingar um að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þá hefur ríkisstjórn Trump ítrekað neitað að afhenda þingnefndum sem demókratar stýra upplýsingar eða leyfa embættismönnum að bera vitni og hunsað stefnur sem nefndir hafa gefið út. Þannig hefur Trump meðal annars tekist að leggja stein í götu rannsókna þingsins á fjármálum hans og meintum tilraunum hans til að stöðva framgang réttvísinnar. Demókratar hafa fram að þessu stólað á dómstóla til að reyna að brjóta mótspyrnu Hvíta hússins gegn eftirliti þingsins á bak aftur. Það ferli er þó tímafrekt og tvísýnt hvort að demókratar fái nokkrar þær upplýsingar sem þeir krefjast áður en kosið verður til forseta í nóvember á næsta ári.Gæti hafa verið Rúbíkon miðjudemókrata Úkraínumálið hefur sett enn meiri þrýsting á forystu Demókrataflokksins að grípa til harðra aðgerða gegn forsetanum. Alexandria Ocasio-Cortez, einn róttækasti þingmaðurinn í þingflokki demókrata í fulltrúadeildinni, deildi hart á eigin flokk í tísti um helgina. „Á þessum tímapunkti er stærra þjóðarhneykslið ekki lögbrot forsetans heldur að Demókrataflokkurinn neiti að kæra hann fyrir þau,“ tísti Ocasio-Cortez.At this point, the bigger national scandal isn't the president's lawbreaking behavior - it is the Democratic Party's refusal to impeach him for it.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) September 22, 2019 Ýmislegt bendir til þess ásakanirnar um að Trump hafi reynt að knýja Úkraínu til að aðstoða sig pólitískt geti orðið síðasta hálmstráið fyrir þá demókrata sem hafa viljað forðast að kæra Trump fyrir embættisbrot í lengstu lög. Margir þeirra eru sagðir bálreiðir yfir uppljóstrunum um framferði forsetans gagnvart Úkraínu. New York Times segir að hópur þeirra íhugi nú að skipta um stefnu gagnvart kæru. Pelosi gaf um helgina frá sér harðorðustu yfirlýsinguna til þess án þess þó að nefna kæru í þinginu á nafn. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir að þessi uppljóstrari upplýsi þingið um alvarleg mögulegt brot á stjórnarskrárlegum skyldum forsetans hefur hún nýjan og alvarlegan kafla lögleysis sem færir okkur inn á alveg nýtt stig rannsókna,“ skrifaði Pelosi til þingmanna beggja flokka á þingi í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og bandamaður Pelosi, sagðist hafa verið tregur til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Það væri síðasta úrræði frekar en það fyrsta. Demókratar þurfi fyrst og fremst að sannfæra almenning um að rétt sé að kæra forsetann. „En ef forsetinn heldur í reynd aftur hernaðaraðstoð á sama tíma og hann reynir að þvinga erlendan leiðtoga til að gera eitthvað ólögmætt sem er að útvega skít á andstæðinga hans í forsetaframboði þá gæti það verið eina úrræðið sem jafnast á við þá illsku sem sú hegðun táknar,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Demókratar gætu ekki aðeins stólað á dómstólana til að koma lögum yfir forsetann. „Það getur vel verið að við höfum farið yfir Rúbíkonfljót hér,“ sagði Schiff.Adam Schiff on @CNNSOTU: "I have spoken with a number of my colleagues over the last week, and this seems different in kind. We may very well have crossed the rubicon here." pic.twitter.com/Bb2IoYzJiz— Brian Stelter (@brianstelter) September 22, 2019 Draga athyglina að Biden Óljóst er þó hverju kæra gegn Trump í fulltrúadeildinni kæmi til leiðar fyrir demókrata. Skoðanakannanir hafa bent til þess að meirihluti landsmanna sé andvígur því að Trump verði kærður og ef marka má viðbrögð þingmanna repúblikana við Úkraínumálinu er ólíklegt að þeir ætli frekar að hvika frá Trump nú en í fyrri hneykslismálum. Þannig gerðu þingmenn og ráðherrar Repúblikanaflokksins lítið úr ásökunum um ólöglegt athæfi Trump gagnvart Úkraínu um helgina. Þess í stað hvöttu þeir til þess að meint spilling Biden í Úkraínu verði rannsökuð. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja jafnvel að Trump vilji sjálfur halda Úkraínumálinu í kastljósi fjölmiðla þrátt fyrir ásakanirnar á hendur honum sjálfum. Hann og bandamenn hans telji að þannig takist þeim að kasta rýrð á Biden líkt og þeim tókst með tölvupósthneyksli Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah og forsetaframbjóðandi flokksins frá 2012, var einn fárra repúblikana sem lýsti áhyggjum af fréttum af framferði Trump gagnvart Úkraínu. Sagði hann nauðsynlegt að komist yrði að því sanna. „Ef forsetinn bað eða þrýsti á forseta Úkraínu um að rannsaka pólitískan keppinaut hans, hvort sem það var beint eða í gegnum persónulegan lögmann hans, væri það gríðarlegt áhyggjuefni,“ tísti Romney.If the President asked or pressured Ukraine's president to investigate his political rival, either directly or through his personal attorney, it would be troubling in the extreme. Critical for the facts to come out.— Mitt Romney (@MittRomney) September 22, 2019 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega "uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. 19. september 2019 09:16 Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. 21. september 2019 10:20 Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. 20. september 2019 08:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Nýjar uppljóstranir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans hafa endurnýjað umræður í Demókrataflokknum um hvort að kæra eigi forsetann fyrir embættisbrot. Forseti fulltrúadeildarinnar sem hefur verið andvígur kæru segir Úkraínumálið vendipunkt í rannsóknum á Trump. Miklar vangaveltur hafa verið um hvort að Trump eða Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður hans, hafi hótað úkraínskum stjórnvöldum að halda eftir 250 milljón dollara hernaðarstyrk Bandaríkjastjórnar nema þau græfu upp skaðlegar upplýsingar um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og eitt líklegasta forsetaframbjóðandaefni demókrata. Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Bandarískir fjölmiðlar greindu síðar frá því að kvörtunin varðaði símtal Trump við Volodymyr Zelenskí, forseta Úkraínu. Wall Street Journal, blað í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch sem hefur verið á bandi Trump, sagði meðal annars frá því að Trump hefði átta sinnum gengið á Zelenskí að vinna með Giuliani að rannsókn á Biden í einu símtali. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Þrátt fyrir að lög kveði á um að í þeim tilfellum fái Bandaríkjaþing aðgang að kvörtun uppljóstrara hefur Joseph McGuire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, neitað að afhenda kvörtunina. Það gerði hann að ráði dómsmálaráðuneytis Trump. Ásakanirnar um að Trump hafi sóst eftir aðstoð erlends ríkis til að koma höggi á pólitískan andstæðing þykja sérstaklega eldfimar í ljósi þess að stærstan hluta forsetatíðar sinnar hefur Trump svarið af sér ásakanir um að framboð hans hafi átt í samkurli við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn orkufyrirtækis í Úkraínu. Bandamenn Trump forseta ýja að því að Biden hafi krafist brottreksturs saksóknar vegna þess að hann rannsakaði fyrirtækið.Vísir/APEngar vísbendingar um brot Biden Trump virtist gangast við því í gær að hafa rætt um Biden við Zelenskí þegar hann ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í gær en fullyrti engu að síður að samtalið hefði verið „fullkomið“ og „viðeigandi“. „Samtalið sem ég átti var að stórum hluta til að óska til hamingju, að stórum hluta spilling, eftir alla spillinguna sem hefur átt sér stað var stór hluti af við viljum ekki að fólkið okkar, eins og Biden varaforseti og sonur hans búi til við spillinguna sem er þegar í Úkraínu,“ sagði Trump. Forsetinn og bandamenn hans hafa reynt að blása upp stoðlausar ásakanir um að Biden hafi hlutast til í málefnum Úkraínu þegar hann var varaforseti til að gagnast syni sínum, Hunter Biden, sem sat meðal annars í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Samkvæmt Trump og félögum á Biden að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara vegna þess að hann rannsakaði fyrirtækið. Sú rannsókn hafði þó verið lögð til hliðar þegar Biden þrýsti á Úkraínustjórn að reka saksóknarann þar sem Obama-stjórnin taldi ganga illa að uppræta spillingu þar í landi árið 2016, að sögn Washington Post. Þrýstingur Biden var hluti af alþjóðlegum aðgerðum til að berjast gegn spillingu í Úkraínu. Eftirmaður saksóknarans hefur sagt að engar vísbendingar séu um að Joe eða Hunter Biden hafi gert nokkuð saknæmt. Hvorki Trump né bandamenn hans hafa lagt fram sannanir fyrir öðru. Engu að síður hefur Giuliani, lögmaður Trump, ítrekað gert sér ferðir til Evrópu til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Biden. Símtal Trump og Zelenskí 25. júlí kom skömmu áður en ríkisstjórn hans hélt eftir hernaðaraðstoð við Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt. Fjármunirnir voru leystir úr eftir að demókratar á þingi kröfðust svara um hvers vegna þeir hefðu verið stöðvaðir. Biden hefur svarað ásökunum Trump og félaga með því að krefjast þess að eftirrit af símtali forsetans og Zelenskí verði gert opinbert. Trump hafi gengið of langt og ætti að hegða sér eins og forseti. Biden hefur mælst með mestan stuðning frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og gæti orðið mótframbjóðandi Trump.Deila innbyrðis um að kæra eða kæra ekki Vandræðagangur hefur lengi verið innan Demókrataflokksins um hvernig eigi að taka á meintum glæpum og brotum Trump forseta. Togstreita hefur verið á milli þingmanna frá íhaldssamari ríkjum og róttækari þingmanna um hvort fulltrúadeildin, þar sem demókratar fara með meirihluta, eigi að kæra Trump fyrir embættisbrot. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi flokksins á þingi, hefur verið fremst í flokki þeirra sem vilja að demókratar einbeiti sér heldur að því að koma Trump frá í kosningum á næsta ári frekar en að leggja upp í mögulega óvinsælt kæruferli í þinginu. Slíkt ferli myndi hvort eð er seint leiða til sakfellingar yfir Trump því til þess þarf aukinn meirihluta í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta. Þeir hafa haldið nær algerri tryggð við Trump. Róttækari demókratar telja ýmislegt knýja á um að Trump verði kærður fyrir embættisbrot. Þó að rannsóknarskýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, hafi ekki sýnt fram á samráð framboðs Trump við Rússa, komu fram í henni vísbendingar um að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þá hefur ríkisstjórn Trump ítrekað neitað að afhenda þingnefndum sem demókratar stýra upplýsingar eða leyfa embættismönnum að bera vitni og hunsað stefnur sem nefndir hafa gefið út. Þannig hefur Trump meðal annars tekist að leggja stein í götu rannsókna þingsins á fjármálum hans og meintum tilraunum hans til að stöðva framgang réttvísinnar. Demókratar hafa fram að þessu stólað á dómstóla til að reyna að brjóta mótspyrnu Hvíta hússins gegn eftirliti þingsins á bak aftur. Það ferli er þó tímafrekt og tvísýnt hvort að demókratar fái nokkrar þær upplýsingar sem þeir krefjast áður en kosið verður til forseta í nóvember á næsta ári.Gæti hafa verið Rúbíkon miðjudemókrata Úkraínumálið hefur sett enn meiri þrýsting á forystu Demókrataflokksins að grípa til harðra aðgerða gegn forsetanum. Alexandria Ocasio-Cortez, einn róttækasti þingmaðurinn í þingflokki demókrata í fulltrúadeildinni, deildi hart á eigin flokk í tísti um helgina. „Á þessum tímapunkti er stærra þjóðarhneykslið ekki lögbrot forsetans heldur að Demókrataflokkurinn neiti að kæra hann fyrir þau,“ tísti Ocasio-Cortez.At this point, the bigger national scandal isn't the president's lawbreaking behavior - it is the Democratic Party's refusal to impeach him for it.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) September 22, 2019 Ýmislegt bendir til þess ásakanirnar um að Trump hafi reynt að knýja Úkraínu til að aðstoða sig pólitískt geti orðið síðasta hálmstráið fyrir þá demókrata sem hafa viljað forðast að kæra Trump fyrir embættisbrot í lengstu lög. Margir þeirra eru sagðir bálreiðir yfir uppljóstrunum um framferði forsetans gagnvart Úkraínu. New York Times segir að hópur þeirra íhugi nú að skipta um stefnu gagnvart kæru. Pelosi gaf um helgina frá sér harðorðustu yfirlýsinguna til þess án þess þó að nefna kæru í þinginu á nafn. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir að þessi uppljóstrari upplýsi þingið um alvarleg mögulegt brot á stjórnarskrárlegum skyldum forsetans hefur hún nýjan og alvarlegan kafla lögleysis sem færir okkur inn á alveg nýtt stig rannsókna,“ skrifaði Pelosi til þingmanna beggja flokka á þingi í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og bandamaður Pelosi, sagðist hafa verið tregur til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Það væri síðasta úrræði frekar en það fyrsta. Demókratar þurfi fyrst og fremst að sannfæra almenning um að rétt sé að kæra forsetann. „En ef forsetinn heldur í reynd aftur hernaðaraðstoð á sama tíma og hann reynir að þvinga erlendan leiðtoga til að gera eitthvað ólögmætt sem er að útvega skít á andstæðinga hans í forsetaframboði þá gæti það verið eina úrræðið sem jafnast á við þá illsku sem sú hegðun táknar,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Demókratar gætu ekki aðeins stólað á dómstólana til að koma lögum yfir forsetann. „Það getur vel verið að við höfum farið yfir Rúbíkonfljót hér,“ sagði Schiff.Adam Schiff on @CNNSOTU: "I have spoken with a number of my colleagues over the last week, and this seems different in kind. We may very well have crossed the rubicon here." pic.twitter.com/Bb2IoYzJiz— Brian Stelter (@brianstelter) September 22, 2019 Draga athyglina að Biden Óljóst er þó hverju kæra gegn Trump í fulltrúadeildinni kæmi til leiðar fyrir demókrata. Skoðanakannanir hafa bent til þess að meirihluti landsmanna sé andvígur því að Trump verði kærður og ef marka má viðbrögð þingmanna repúblikana við Úkraínumálinu er ólíklegt að þeir ætli frekar að hvika frá Trump nú en í fyrri hneykslismálum. Þannig gerðu þingmenn og ráðherrar Repúblikanaflokksins lítið úr ásökunum um ólöglegt athæfi Trump gagnvart Úkraínu um helgina. Þess í stað hvöttu þeir til þess að meint spilling Biden í Úkraínu verði rannsökuð. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja jafnvel að Trump vilji sjálfur halda Úkraínumálinu í kastljósi fjölmiðla þrátt fyrir ásakanirnar á hendur honum sjálfum. Hann og bandamenn hans telji að þannig takist þeim að kasta rýrð á Biden líkt og þeim tókst með tölvupósthneyksli Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah og forsetaframbjóðandi flokksins frá 2012, var einn fárra repúblikana sem lýsti áhyggjum af fréttum af framferði Trump gagnvart Úkraínu. Sagði hann nauðsynlegt að komist yrði að því sanna. „Ef forsetinn bað eða þrýsti á forseta Úkraínu um að rannsaka pólitískan keppinaut hans, hvort sem það var beint eða í gegnum persónulegan lögmann hans, væri það gríðarlegt áhyggjuefni,“ tísti Romney.If the President asked or pressured Ukraine's president to investigate his political rival, either directly or through his personal attorney, it would be troubling in the extreme. Critical for the facts to come out.— Mitt Romney (@MittRomney) September 22, 2019
Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega "uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. 19. september 2019 09:16 Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. 21. september 2019 10:20 Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. 20. september 2019 08:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega "uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. 19. september 2019 09:16
Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. 21. september 2019 10:20
Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. 20. september 2019 08:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent