Forsvarsmenn Könnunarsafnsins ekki af baki dottnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2019 19:30 Könnnarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Húsnæði safnsins hefur verið sett á sölu en safnstjórinn er staðráðinn í því að koma safninu upp aftur. Safnið var opnað með pomp og prakt árið 2014 og er það helgað könnunarsögu mannsins. Frá stofnun hefur það vakið talsverða alþjóðlega athygli og hefur til að mynda verið fjallað um það í sumum af stærstu fjölmiðlum heimsins. Þessi athygli hefur hins vegar ekki skilað sér í aukinni aðsókn.Sjá einnig:„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends tímaritsÖrlygur Hnefill Örlygsson er safnstjóri safnsins.„Svona safn stendur ekki undir sér sjálft. Það þarf að hafa sterka bakhjarla. Við höfum verið að reka fjölþætta ferðaþjónustu fjölskyldan hér á Húsavík og við urðum fyrir ákveðnum áföllum í fyrra og það gerir það að verkum að við ráðum ekki við að halda þessu húsi lengur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri safnsins. Áföllin sem Örlygur vísar til eru miklar tafir á gatnaframkvæmdum Norðurþings fyrir utan gistiheimili hans á síðasta ári, sem Örlygur telur að hafi kostað fyrirtækið milljónir. „Þetta er sárt fyrir okkur. Við erum búin að setja mikla sál í þetta hús og þetta hús á sér langa sögu en við erum alveg staðráðin í því að koma safninu upp aftur,“ segir Örlygur.Sóttu um styrk en fengu ekki Örlygur hefur leitað ýmsa ráða til að að halda safninu opnu og sótti hann meðal annars um styrk til Norðurþings, sem var hafnað á dögunum. „Við reyndum þetta. Sveitarfélagið hefur styrkt hin söfnin hérna í bænum og okkur fannst vert að reyna þetta. Við erum reyndar eina safnið hér sem borgar fasteignagjöld. Við erum nú að reyna að fá leiðréttingu á því en þetta er hluti af því sem við erum að reyna,“ segir Örlygur.Geimferðahluti safnsins er jafnan sá sem vekur mesta athygli.Vísir/Tryggvi PállÞrátt fyrir að safninu verði lokað í núverandi mynd í október er Örlygur staðráðinn í því að koma því upp aftur. „Safnið er ekki að leggjast niður en við auðvitað þurfum að pakka því saman núna og höldum öllum safnmunum, það er bara húsið sem við erum að selja þannig að við erum auðvitað strax farin að leita leiða til að koma þessu safni upp aftur.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34 Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 „Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17 Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Könnnarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Húsnæði safnsins hefur verið sett á sölu en safnstjórinn er staðráðinn í því að koma safninu upp aftur. Safnið var opnað með pomp og prakt árið 2014 og er það helgað könnunarsögu mannsins. Frá stofnun hefur það vakið talsverða alþjóðlega athygli og hefur til að mynda verið fjallað um það í sumum af stærstu fjölmiðlum heimsins. Þessi athygli hefur hins vegar ekki skilað sér í aukinni aðsókn.Sjá einnig:„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends tímaritsÖrlygur Hnefill Örlygsson er safnstjóri safnsins.„Svona safn stendur ekki undir sér sjálft. Það þarf að hafa sterka bakhjarla. Við höfum verið að reka fjölþætta ferðaþjónustu fjölskyldan hér á Húsavík og við urðum fyrir ákveðnum áföllum í fyrra og það gerir það að verkum að við ráðum ekki við að halda þessu húsi lengur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri safnsins. Áföllin sem Örlygur vísar til eru miklar tafir á gatnaframkvæmdum Norðurþings fyrir utan gistiheimili hans á síðasta ári, sem Örlygur telur að hafi kostað fyrirtækið milljónir. „Þetta er sárt fyrir okkur. Við erum búin að setja mikla sál í þetta hús og þetta hús á sér langa sögu en við erum alveg staðráðin í því að koma safninu upp aftur,“ segir Örlygur.Sóttu um styrk en fengu ekki Örlygur hefur leitað ýmsa ráða til að að halda safninu opnu og sótti hann meðal annars um styrk til Norðurþings, sem var hafnað á dögunum. „Við reyndum þetta. Sveitarfélagið hefur styrkt hin söfnin hérna í bænum og okkur fannst vert að reyna þetta. Við erum reyndar eina safnið hér sem borgar fasteignagjöld. Við erum nú að reyna að fá leiðréttingu á því en þetta er hluti af því sem við erum að reyna,“ segir Örlygur.Geimferðahluti safnsins er jafnan sá sem vekur mesta athygli.Vísir/Tryggvi PállÞrátt fyrir að safninu verði lokað í núverandi mynd í október er Örlygur staðráðinn í því að koma því upp aftur. „Safnið er ekki að leggjast niður en við auðvitað þurfum að pakka því saman núna og höldum öllum safnmunum, það er bara húsið sem við erum að selja þannig að við erum auðvitað strax farin að leita leiða til að koma þessu safni upp aftur.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34 Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 „Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17 Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30
„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17
Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent