Gríni í tölvuna annað slagið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2019 09:00 "Maður gerði eins og maður gat og ég vandist öllum mögulegum vinnubrögðum í uppvextinum, bæði úti og inni.“ Fréttablaðið/Valli Fréttablaðið/Valli Hulda Jónsdóttir hefur lifað langa ævi. Hún ólst upp á Seljanesi á Ströndum sem verið hefur í umræðunni í sumar í tengslum við vegalagningu og virkjun. En lengst bjó Hulda á Sauðanesi við Siglufjörð, fyrstu átta árin án vegasambands.Þó árin að baki henni séu orðin níutíu og átta býr Hulda Jónsdóttir ein í eigin íbúð, sér um sig sjálf að mestu og er hressileg. „Ég reyni að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er,“ segir hún.„Það sem háir mér mest er hvað ég sé illa, ég get ekki lesið lengur. Gríni í tölvuna annað slagið, með stækkunargleri og tilfæringum. Fékk tölvuna í afmælisgjöf þegar ég varð 85 eða 90 ára og er á fésbókinni en skrifa ekkert á hana, fylgist bara með,“ segir hún. En hverju þakkar hún sinn háa aldur? „Ég get ómögulega um það sagt. Það eru bara forlögin sem ráða.“Nýlega lenti Hulda á spítala í fáeina daga en hefur annars verið heilsuhraust, að eigin sögn. „Ég fór í hjartalokuskipti þegar ég var níutíu og þriggja ára og þá flosnaði ég upp úr reykingunum, var búin að reykja frá því ég var ung kona, en aldrei mikið. Ætlaði samt ekkert að hætta. Fór með nikótíntyggjó með mér og bað hjúkkurnar að geyma það fyrir mig en þurfti svo ekkert á að halda. Þegar ég kom heim aftur prófaði ég að vera reyklaus einum degi lengur og svo bara teygðist úr tímanum.“Veggir heimilisins eru þaktir myndum, bæði ljósmyndum og málverkum af stórbrotnum stöðum, sem Hulda hefur tengingar við. „Tvö börn mín og tengdadóttir hafa málað flestar myndirnar og fært mér. Ég fagna því, ekki dett ég um þær uppi á þiljum!“ Spurð hvort börnin hennar hafi listfengina frá henni svarar hún ákveðin. „Nei, nei, ég mátti aldrei vera að neinu dundi, var með stórt heimili og hafði alltaf mikið að gera. Ég átti sex börn og svo vorum við hjónin alltaf með krakka í sveit.“ Stórt tjald í nátthaganum Hulda afrekaði það í sumar að heimsækja æskuslóðir sínar að Seljanesi á Ströndum. „Við Margrét, dóttir mín sem býr á Akureyri, keyrðum þarna norður og gistum á tveimur stöðum á leiðinni, það var rosalega þægileg ferð,“ lýsir hún og kveðst hafa kannast vel við sig en þótt kostulegt að sjá stórt tjald í Nátthaganum. „Það er klettabelti sem girðir nátthagann af og svo eru básar á milli. Tjaldið var þar neðarlega og það var klungursvegur þangað en tveir menn leiddu mig á milli sín. Elín Agla sem átti tjaldið var búin að kveikja fullt af kertaljósum og skreyta og þetta var eins og að koma inn í ævintýraveröld.“ Frændur Huldu eiga ítök í Seljanesi og hún hitti einn þeirra þar. „Á Dröngum eru mínir menn, synir Kristins bróður míns, þessir strákar sem eru mest í mótmælum gegn virkjuninni. Kristinn var elstur af okkur systkinunum. Hann dó 2000. Kristinn var vel gefinn og flottur, kunni Íslendingasögurnar utanbókar. Guðmundur Arngrímsson, sem hefur skrifað nokkrar greinar í blöðin á þessu ári, er afabarn hans, hann er hæverskur og rökfastur.“ Sjálf kveðst Hulda ekki hafa mikið um virkjunarmál og vegalagningu að segja. „En ég er ekki hrifin af þessu umróti og stend alveg með mínu fólki. Mér finnst þörfin fyrir virkjun heldur ekki svo brýn að það eigi að taka svona ákvarðanir, það er svo mikið í húfi.“ Elín Agla með Huldu í Seljanesi. Fréttablaðið/StefánFréttablaðið/PjeturÚr einum stað í annan Hulda er fædd að Eyri í Ingólfsfirði, þá voru Norðmenn með síldarsöltun þar og víðar við fjörðinn. „Ég var tæpra tveggja ára þegar foreldrar mínir fluttu inn í botn Ingólfsfjarðar, þar vorum við í tvö ár, þá losnaði húsnæði á svokölluðum Teigum, út með firðinum vestanverðum, beint á móti Eyri, þar var stórt og mikið timburhús sem Norðmenn áttu. Pabbi var ekki með neitt jarðnæði en við fengum að búa í þessum bragga í fjögur ár, þá var húsið rifið niður og byggt upp í Trékyllisvík sem barnaskóli og heimavist. Við sáum mikið eftir því, þar var svo mikið pláss að leika sér í. En þá fluttum við að Seljanesi. Fengum þar pínulítinn enda á gömlu húsi en pabbi byggði við hann skúr. Þetta varð eitt herbergi, eldhús og búr. Við systkinin vorum sex en ekki öll alltaf heima á þessum tíma.“ Stóra húsið á Teigunum sem Hulda sá svo eftir kom aftur við sögu í hennar lífi, því hún fór í skólann í Trékyllisvík. Fyrsta veturinn sem hún var þar kviknaði í húsinu að næturlagi. Allir komust þó lifandi út, þar tók snjóhríð við. Ég var orðin fluglæs þegar ég byrjaði í skóla, lærði að lesa þegar var verið að kenna Hrefnu systur minni sem er tveimur árum eldri „Það var fjós þarna rétt neðan við skólann og þangað fórum við skjálfandi, vindstaðan var hagstæð, þannig að reykurinn sakaði okkur ekki. Við börnin vorum send í flokkum á bæina í kring, Bæ, Árnes og Finnbogastaði. Ég var ein þeirra sem fóru upp í Bæ og ég var að krókna, bókstaflega. Var í náttkjól og hafði komist í skó og sokka en ekkert utan yfir mig. Ekki neitt. Það var þreifandi bylur og frost. Í Bæ voru allir í fastasvefni náttúrlega og bærinn lokaður með klinku að innanverðu. Við ætluðum aldrei að geta vakið fólkið, urðum að klifra upp á frosinn vegg og berja þar á glugga. Við vorum sett beint ofan í volg rúm og þegar við vöknuðum um morguninn var allt brunnið sem brunnið gat þar sem skólinn okkar var áður. Við systur stóðum bara á kjólunum.“ Skólahaldi var þó haldið áfram í víkinni, að sögn Huldu. „Það var kennt í samkomuhúsinu og læknisbústaðurinn, stórt þriggja hæða steinhús, varð heimavist. Kennarinn hét Guðmundur og var frá Finnbogastöðum. Hann var lærður kennari. Ég var orðin fluglæs þegar ég byrjaði í skóla, lærði að lesa þegar var verið að kenna Hrefnu systur minni sem er tveimur árum eldri.“ Fór ung að salta síld Víkur nú aftur sögunni að Seljanesi. Þar var fjölskyldan með dálítinn búskap, nokkrar kindur og kú, að sögn Huldu. „Það var heyjað bæði á túni og í útengi og fjaran var líka góð, þar var ánum beitt yfir veturinn ef veður leyfði. Íslendingar tóku yfir síldarsöltunina á Eyri, þar á meðal voru bræður pabba úr Reykjavík og þá fórum við að salta síld. Við Hrefna vorum yngstar í systkinahópnum, hin voru öll farin, og við vorum innan við fermingu þegar gamli fór að róa með okkur inn á Eyri í síld. Þegar sást til síldarbátanna á leið inn í fjörðinn var haldið af stað, skipstjórarnir voru farnir að þekkja bátinn okkar og taka okkur í sleð. Svona var þetta. Maður gerði eins og maður gat og ég vandist öllum mögulegum vinnubrögðum í uppvextinum, bæði úti og inni.“ Hulda segir margt fólk hafa verið í Árneshreppi á þessum tíma. „Það var búið alls staðar. Ég fór einu sinni á hesti frá Seljanesi í Dranga á einum degi, gistum þar og fórum norður í Reykjarfjörð daginn eftir. Þar er sundlaug. Ég ætlaði að taka þátt í sundkeppni en fékk ekki að keppa af því ég hafði ekki lært þar. Ég lærði að synda á Laugum í Þingeyjarsýslu, fór þangað í skóla og það var mjög gaman.“ Hún kveðst hafa átt heimili á Seljanesi til tvítugs, en ekki verið alltaf heima. „Ég var barnfóstra hjá systrum mínum sem giftust snemma og fóru að hrúga niður börnum, önnur eignaðist tólf og hin ellefu. Guðmunda bjó í Kjörvogi og Unnur í Stóru-Ávík. Ég var hjá þeim tímunum saman.“Ég fór í hjartalokuaðgerð þegar ég var níutíu og þriggja ára og þá flosnaði ég upp úr reykingunum,“ segir Hulda. Fréttablaðið/ValliSiglt með börn og belju Hulda missti mann sinn, Trausta Magnússon, fyrr á þessu ári. Hann náði hundrað ára aldri og dvaldi undir það síðasta á Hrafnistu. Trausti fæddist í Kúvíkum við Reykjarfjörð en var alinn upp á Gjögri. Síðan flutti hann til Djúpavíkur og þar hófu þau hjónin búskap. „Ég var orðin 26 eða 27 ára þegar ég gifti mig og taldist roskin, miðað við það sem algengt var. Við keyptum okkur lítið hús sem var flutt í flekum norðan frá Skjaldabjarnarvík og bjuggum í því í Djúpavík í níu ár,“ rifjar Hulda upp. „Það voru fædd fimm börn, það yngsta tveggja ára, þegar auglýst var staða vitavarðar á Sauðanesi við Siglufjörð. Þá var orðið atvinnuleysi í Djúpavík, síldin farin, svo maðurinn minn sótti um vitavarðarstöðuna og fékk hana. Svo vitum við ekki fyrr en einn góðan veðurdag að vitaskipið er komið inn á Djúpavík að sækja okkur og við höfum einn dag til að pakka og hverfa um borð í skipið með öll börnin og beljuna. Svoleiðis að við erum allt í einu komin þarna norður. Þetta varð mikil breyting á okkar lífi því það var þó alltaf eitthvað af fólki í Djúpavík, þar voru nokkrar fjölskyldur búsettar og þar var atvinna á sumrin en á Sauðanesi vorum við algerlega einangruð. Fórum í land á Siglufirði til að byrja með, því ekki var hægt að lenda við Sauðanes, það var svo mikil bára.“ Við sáum eiginlega ekki neitt. Vitinn var líka hljóðviti sem var alltaf settur í gang í þoku, vegna innsiglingarinnar á Siglufirði og hann baulaði á nokkurra sekúndna fresti, þetta var eins og nautsöskur. Eftir eina nótt á Siglufirði var fjölskyldan flutt í land á Sauðanesi – í þreifandi þoku. „Við sáum eiginlega ekki neitt. Vitinn var líka hljóðviti sem var alltaf settur í gang í þoku, vegna innsiglingarinnar á Siglufirði og hann baulaði á nokkurra sekúndna fresti, þetta var eins og nautsöskur. Börnunum leist ekkert á og ég var mjög lengi að venjast þessu hljóði. Það var aldrei tekið úr sambandi fyrr en skyggni var komið í fjóra kílómetra.“ Vegasambandslaus í átta ár Það var árið 1959 sem fjölskyldan flutti á Sauðanes. Bryggja var þar engin, að sögn Huldu, bara klappir sem sjaldan var hægt að lenda við vegna sjógangs. Enginn vegur var á nesið heldur. Fjallið Strákar er á milli þess og Siglufjarðar og göngin um það ekki komin á þessum tíma. „Gamli og krakkarnir klifruðu stundum framan við Stráka en ég fór það aldrei. Svo var líka farið upp svokallaðar Gjár í dalnum hjá okkur, yfir fjallið og komið niður í Hvanneyrarskál Siglufjarðarmegin. Ég fór það einhvern tíma. Það var ekkert langt en voðalega bratt. Við vorum þarna átta ár í vegleysum og það var ótrúlegt hvað það vandist.“ Spurð hvernig skólagöngu barnanna hafi verið háttað svarar Hulda: „Það var farskóli til skiptis á Sauðanesi og Siglunesi. Við vorum með Siglunesbörnin og hjónin þar tóku okkar. Þannig var það í tvö ár. Sum fóru síðan í skóla inn í Fljót, þar var heimavist og svo komum við börnum fyrir á Siglufirði hjá fólki sem við þekktum og þar fóru þau í gagnfræðaskóla.“ Strákagöng voru opnuð 1967. „Það var rosaleg breyting,“ segir Hulda og verður ekki rengd. „Núna er svona sjö mínútna keyrsla inn á Siglufjörð.“ Hulda og Trausti bjuggu í 39 ár á Sauðanesi. Hún segir vitavarðarlaunin ekki hafa verið til að hrópa húrra fyrir. „En við komum okkur upp búi og vorum með kindur og kýr, það bjargaði heimilinu.“ Yngsta barn þeirra hjóna fæddist á Sauðanesi. Það er Jón Trausti og Hulda segir hann búa á Sauðanesi núna en vera að hætta og sonur hans að taka við. „Jón Trausti er mesti Strandamaðurinn af öllum mínum börnum. Hann er heillaður af Ströndunum. Börnin hafa öll gaman af að fara þangað norður en hann alveg sérstaklega.“ En voru það ekki viðbrigði fyrir Huldu að flytja í borgina í ellinni, eftir að hafa glímt við náttúruöfl og einangrun á landsbyggðinni? „Ég fann ekkert mikið fyrir þeirri breytingu. Við bjuggum ekki orðið afskekkt seinni árin. Svo byrjuðum við á að flytja í Jökulgrunnið sem er rólegheitagata. Þar höfðum við góðan tíma til að átta okkur.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Hulda Jónsdóttir hefur lifað langa ævi. Hún ólst upp á Seljanesi á Ströndum sem verið hefur í umræðunni í sumar í tengslum við vegalagningu og virkjun. En lengst bjó Hulda á Sauðanesi við Siglufjörð, fyrstu átta árin án vegasambands.Þó árin að baki henni séu orðin níutíu og átta býr Hulda Jónsdóttir ein í eigin íbúð, sér um sig sjálf að mestu og er hressileg. „Ég reyni að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er,“ segir hún.„Það sem háir mér mest er hvað ég sé illa, ég get ekki lesið lengur. Gríni í tölvuna annað slagið, með stækkunargleri og tilfæringum. Fékk tölvuna í afmælisgjöf þegar ég varð 85 eða 90 ára og er á fésbókinni en skrifa ekkert á hana, fylgist bara með,“ segir hún. En hverju þakkar hún sinn háa aldur? „Ég get ómögulega um það sagt. Það eru bara forlögin sem ráða.“Nýlega lenti Hulda á spítala í fáeina daga en hefur annars verið heilsuhraust, að eigin sögn. „Ég fór í hjartalokuskipti þegar ég var níutíu og þriggja ára og þá flosnaði ég upp úr reykingunum, var búin að reykja frá því ég var ung kona, en aldrei mikið. Ætlaði samt ekkert að hætta. Fór með nikótíntyggjó með mér og bað hjúkkurnar að geyma það fyrir mig en þurfti svo ekkert á að halda. Þegar ég kom heim aftur prófaði ég að vera reyklaus einum degi lengur og svo bara teygðist úr tímanum.“Veggir heimilisins eru þaktir myndum, bæði ljósmyndum og málverkum af stórbrotnum stöðum, sem Hulda hefur tengingar við. „Tvö börn mín og tengdadóttir hafa málað flestar myndirnar og fært mér. Ég fagna því, ekki dett ég um þær uppi á þiljum!“ Spurð hvort börnin hennar hafi listfengina frá henni svarar hún ákveðin. „Nei, nei, ég mátti aldrei vera að neinu dundi, var með stórt heimili og hafði alltaf mikið að gera. Ég átti sex börn og svo vorum við hjónin alltaf með krakka í sveit.“ Stórt tjald í nátthaganum Hulda afrekaði það í sumar að heimsækja æskuslóðir sínar að Seljanesi á Ströndum. „Við Margrét, dóttir mín sem býr á Akureyri, keyrðum þarna norður og gistum á tveimur stöðum á leiðinni, það var rosalega þægileg ferð,“ lýsir hún og kveðst hafa kannast vel við sig en þótt kostulegt að sjá stórt tjald í Nátthaganum. „Það er klettabelti sem girðir nátthagann af og svo eru básar á milli. Tjaldið var þar neðarlega og það var klungursvegur þangað en tveir menn leiddu mig á milli sín. Elín Agla sem átti tjaldið var búin að kveikja fullt af kertaljósum og skreyta og þetta var eins og að koma inn í ævintýraveröld.“ Frændur Huldu eiga ítök í Seljanesi og hún hitti einn þeirra þar. „Á Dröngum eru mínir menn, synir Kristins bróður míns, þessir strákar sem eru mest í mótmælum gegn virkjuninni. Kristinn var elstur af okkur systkinunum. Hann dó 2000. Kristinn var vel gefinn og flottur, kunni Íslendingasögurnar utanbókar. Guðmundur Arngrímsson, sem hefur skrifað nokkrar greinar í blöðin á þessu ári, er afabarn hans, hann er hæverskur og rökfastur.“ Sjálf kveðst Hulda ekki hafa mikið um virkjunarmál og vegalagningu að segja. „En ég er ekki hrifin af þessu umróti og stend alveg með mínu fólki. Mér finnst þörfin fyrir virkjun heldur ekki svo brýn að það eigi að taka svona ákvarðanir, það er svo mikið í húfi.“ Elín Agla með Huldu í Seljanesi. Fréttablaðið/StefánFréttablaðið/PjeturÚr einum stað í annan Hulda er fædd að Eyri í Ingólfsfirði, þá voru Norðmenn með síldarsöltun þar og víðar við fjörðinn. „Ég var tæpra tveggja ára þegar foreldrar mínir fluttu inn í botn Ingólfsfjarðar, þar vorum við í tvö ár, þá losnaði húsnæði á svokölluðum Teigum, út með firðinum vestanverðum, beint á móti Eyri, þar var stórt og mikið timburhús sem Norðmenn áttu. Pabbi var ekki með neitt jarðnæði en við fengum að búa í þessum bragga í fjögur ár, þá var húsið rifið niður og byggt upp í Trékyllisvík sem barnaskóli og heimavist. Við sáum mikið eftir því, þar var svo mikið pláss að leika sér í. En þá fluttum við að Seljanesi. Fengum þar pínulítinn enda á gömlu húsi en pabbi byggði við hann skúr. Þetta varð eitt herbergi, eldhús og búr. Við systkinin vorum sex en ekki öll alltaf heima á þessum tíma.“ Stóra húsið á Teigunum sem Hulda sá svo eftir kom aftur við sögu í hennar lífi, því hún fór í skólann í Trékyllisvík. Fyrsta veturinn sem hún var þar kviknaði í húsinu að næturlagi. Allir komust þó lifandi út, þar tók snjóhríð við. Ég var orðin fluglæs þegar ég byrjaði í skóla, lærði að lesa þegar var verið að kenna Hrefnu systur minni sem er tveimur árum eldri „Það var fjós þarna rétt neðan við skólann og þangað fórum við skjálfandi, vindstaðan var hagstæð, þannig að reykurinn sakaði okkur ekki. Við börnin vorum send í flokkum á bæina í kring, Bæ, Árnes og Finnbogastaði. Ég var ein þeirra sem fóru upp í Bæ og ég var að krókna, bókstaflega. Var í náttkjól og hafði komist í skó og sokka en ekkert utan yfir mig. Ekki neitt. Það var þreifandi bylur og frost. Í Bæ voru allir í fastasvefni náttúrlega og bærinn lokaður með klinku að innanverðu. Við ætluðum aldrei að geta vakið fólkið, urðum að klifra upp á frosinn vegg og berja þar á glugga. Við vorum sett beint ofan í volg rúm og þegar við vöknuðum um morguninn var allt brunnið sem brunnið gat þar sem skólinn okkar var áður. Við systur stóðum bara á kjólunum.“ Skólahaldi var þó haldið áfram í víkinni, að sögn Huldu. „Það var kennt í samkomuhúsinu og læknisbústaðurinn, stórt þriggja hæða steinhús, varð heimavist. Kennarinn hét Guðmundur og var frá Finnbogastöðum. Hann var lærður kennari. Ég var orðin fluglæs þegar ég byrjaði í skóla, lærði að lesa þegar var verið að kenna Hrefnu systur minni sem er tveimur árum eldri.“ Fór ung að salta síld Víkur nú aftur sögunni að Seljanesi. Þar var fjölskyldan með dálítinn búskap, nokkrar kindur og kú, að sögn Huldu. „Það var heyjað bæði á túni og í útengi og fjaran var líka góð, þar var ánum beitt yfir veturinn ef veður leyfði. Íslendingar tóku yfir síldarsöltunina á Eyri, þar á meðal voru bræður pabba úr Reykjavík og þá fórum við að salta síld. Við Hrefna vorum yngstar í systkinahópnum, hin voru öll farin, og við vorum innan við fermingu þegar gamli fór að róa með okkur inn á Eyri í síld. Þegar sást til síldarbátanna á leið inn í fjörðinn var haldið af stað, skipstjórarnir voru farnir að þekkja bátinn okkar og taka okkur í sleð. Svona var þetta. Maður gerði eins og maður gat og ég vandist öllum mögulegum vinnubrögðum í uppvextinum, bæði úti og inni.“ Hulda segir margt fólk hafa verið í Árneshreppi á þessum tíma. „Það var búið alls staðar. Ég fór einu sinni á hesti frá Seljanesi í Dranga á einum degi, gistum þar og fórum norður í Reykjarfjörð daginn eftir. Þar er sundlaug. Ég ætlaði að taka þátt í sundkeppni en fékk ekki að keppa af því ég hafði ekki lært þar. Ég lærði að synda á Laugum í Þingeyjarsýslu, fór þangað í skóla og það var mjög gaman.“ Hún kveðst hafa átt heimili á Seljanesi til tvítugs, en ekki verið alltaf heima. „Ég var barnfóstra hjá systrum mínum sem giftust snemma og fóru að hrúga niður börnum, önnur eignaðist tólf og hin ellefu. Guðmunda bjó í Kjörvogi og Unnur í Stóru-Ávík. Ég var hjá þeim tímunum saman.“Ég fór í hjartalokuaðgerð þegar ég var níutíu og þriggja ára og þá flosnaði ég upp úr reykingunum,“ segir Hulda. Fréttablaðið/ValliSiglt með börn og belju Hulda missti mann sinn, Trausta Magnússon, fyrr á þessu ári. Hann náði hundrað ára aldri og dvaldi undir það síðasta á Hrafnistu. Trausti fæddist í Kúvíkum við Reykjarfjörð en var alinn upp á Gjögri. Síðan flutti hann til Djúpavíkur og þar hófu þau hjónin búskap. „Ég var orðin 26 eða 27 ára þegar ég gifti mig og taldist roskin, miðað við það sem algengt var. Við keyptum okkur lítið hús sem var flutt í flekum norðan frá Skjaldabjarnarvík og bjuggum í því í Djúpavík í níu ár,“ rifjar Hulda upp. „Það voru fædd fimm börn, það yngsta tveggja ára, þegar auglýst var staða vitavarðar á Sauðanesi við Siglufjörð. Þá var orðið atvinnuleysi í Djúpavík, síldin farin, svo maðurinn minn sótti um vitavarðarstöðuna og fékk hana. Svo vitum við ekki fyrr en einn góðan veðurdag að vitaskipið er komið inn á Djúpavík að sækja okkur og við höfum einn dag til að pakka og hverfa um borð í skipið með öll börnin og beljuna. Svoleiðis að við erum allt í einu komin þarna norður. Þetta varð mikil breyting á okkar lífi því það var þó alltaf eitthvað af fólki í Djúpavík, þar voru nokkrar fjölskyldur búsettar og þar var atvinna á sumrin en á Sauðanesi vorum við algerlega einangruð. Fórum í land á Siglufirði til að byrja með, því ekki var hægt að lenda við Sauðanes, það var svo mikil bára.“ Við sáum eiginlega ekki neitt. Vitinn var líka hljóðviti sem var alltaf settur í gang í þoku, vegna innsiglingarinnar á Siglufirði og hann baulaði á nokkurra sekúndna fresti, þetta var eins og nautsöskur. Eftir eina nótt á Siglufirði var fjölskyldan flutt í land á Sauðanesi – í þreifandi þoku. „Við sáum eiginlega ekki neitt. Vitinn var líka hljóðviti sem var alltaf settur í gang í þoku, vegna innsiglingarinnar á Siglufirði og hann baulaði á nokkurra sekúndna fresti, þetta var eins og nautsöskur. Börnunum leist ekkert á og ég var mjög lengi að venjast þessu hljóði. Það var aldrei tekið úr sambandi fyrr en skyggni var komið í fjóra kílómetra.“ Vegasambandslaus í átta ár Það var árið 1959 sem fjölskyldan flutti á Sauðanes. Bryggja var þar engin, að sögn Huldu, bara klappir sem sjaldan var hægt að lenda við vegna sjógangs. Enginn vegur var á nesið heldur. Fjallið Strákar er á milli þess og Siglufjarðar og göngin um það ekki komin á þessum tíma. „Gamli og krakkarnir klifruðu stundum framan við Stráka en ég fór það aldrei. Svo var líka farið upp svokallaðar Gjár í dalnum hjá okkur, yfir fjallið og komið niður í Hvanneyrarskál Siglufjarðarmegin. Ég fór það einhvern tíma. Það var ekkert langt en voðalega bratt. Við vorum þarna átta ár í vegleysum og það var ótrúlegt hvað það vandist.“ Spurð hvernig skólagöngu barnanna hafi verið háttað svarar Hulda: „Það var farskóli til skiptis á Sauðanesi og Siglunesi. Við vorum með Siglunesbörnin og hjónin þar tóku okkar. Þannig var það í tvö ár. Sum fóru síðan í skóla inn í Fljót, þar var heimavist og svo komum við börnum fyrir á Siglufirði hjá fólki sem við þekktum og þar fóru þau í gagnfræðaskóla.“ Strákagöng voru opnuð 1967. „Það var rosaleg breyting,“ segir Hulda og verður ekki rengd. „Núna er svona sjö mínútna keyrsla inn á Siglufjörð.“ Hulda og Trausti bjuggu í 39 ár á Sauðanesi. Hún segir vitavarðarlaunin ekki hafa verið til að hrópa húrra fyrir. „En við komum okkur upp búi og vorum með kindur og kýr, það bjargaði heimilinu.“ Yngsta barn þeirra hjóna fæddist á Sauðanesi. Það er Jón Trausti og Hulda segir hann búa á Sauðanesi núna en vera að hætta og sonur hans að taka við. „Jón Trausti er mesti Strandamaðurinn af öllum mínum börnum. Hann er heillaður af Ströndunum. Börnin hafa öll gaman af að fara þangað norður en hann alveg sérstaklega.“ En voru það ekki viðbrigði fyrir Huldu að flytja í borgina í ellinni, eftir að hafa glímt við náttúruöfl og einangrun á landsbyggðinni? „Ég fann ekkert mikið fyrir þeirri breytingu. Við bjuggum ekki orðið afskekkt seinni árin. Svo byrjuðum við á að flytja í Jökulgrunnið sem er rólegheitagata. Þar höfðum við góðan tíma til að átta okkur.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira