Mikil andstaða við þvinganir Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2019 08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum. Fréttablaðið/Vilhelm Mikillar óánægju gætir meðal lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni með hugmyndir sveitarstjórnarráðherra um lágmarksstærð sveitarfélaga. Vilja margir meina að lögþvingun sem þessi geti ekki talist góð og að frumkvæðið verði að koma frá íbúunum sjálfum. Líklegt þykir þó að málið nái fram að ganga á þingi áður en þingið fer í sumarfrí á næsta ári. Þau sveitarfélög sem minnst eru og fá því hlutfallslega mest fyrir að sameinast öðrum sveitarfélögum samkvæmt tillögum Sigurðar Inga, eru hvað mest á móti þessum áformum. Telja mörg sveitarfélög það óskynsamlegt að þvinga sameiningu í gegn með þessum hætti. Benda mörg hver á að minni sveitarfélögin séu oftar en ekki betur rekin en þau stærri.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, eins minnsta sveitarfélags landsins, segir þetta ótækt. Hann hefur einnig reynslu af sveitarstjórnarstörfum í stærri sveitarfélögum þar sem hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði á 10. áratug síðustu aldar. „Við erum afar ósátt við að sameining verði þvinguð með þessum hætti. Það þarf að horfa á þessa þætti betur en að miða við einhverja íbúatölu því aðrir þættir skipta meira máli en það,“ segir Árni. Svo virðist sem mikil andstaða sé innan Eyjafjarðar sem og vítt og breitt um Norðausturland. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir íbúatöluna einnig ekki rétt viðmið. „Við framtíðarskipulag sveitarfélaga verður að horfa til margra þátta og fráleitt að íbúatala ráði ein alfarið um þróun þeirra. Horfa ber til landfræðilegra þátta, sem og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum þjónustu.“ Innan Alþingis er hins vegar líklegt að frumvarpið nái fram að ganga með nægum meirihluta. Miðflokkurinn mun vera á móti málinu. Þingmaðurinn Karl Gauti Hjaltason sagði í vor að virða ætti sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna. Vilji þyrfti að vera fyrir hendi. Innan VG og Sjálfstæðisflokksins verða einhverjir mótfallnir frumvarpinu án þess þó að það hafi áhrif á framgang þess. Atkvæði Viðreisnar og Samfylkingar munu því að öllum líkindum koma frumvarpinu í gegn. Birtist í Fréttablaðinu Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Mikillar óánægju gætir meðal lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni með hugmyndir sveitarstjórnarráðherra um lágmarksstærð sveitarfélaga. Vilja margir meina að lögþvingun sem þessi geti ekki talist góð og að frumkvæðið verði að koma frá íbúunum sjálfum. Líklegt þykir þó að málið nái fram að ganga á þingi áður en þingið fer í sumarfrí á næsta ári. Þau sveitarfélög sem minnst eru og fá því hlutfallslega mest fyrir að sameinast öðrum sveitarfélögum samkvæmt tillögum Sigurðar Inga, eru hvað mest á móti þessum áformum. Telja mörg sveitarfélög það óskynsamlegt að þvinga sameiningu í gegn með þessum hætti. Benda mörg hver á að minni sveitarfélögin séu oftar en ekki betur rekin en þau stærri.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, eins minnsta sveitarfélags landsins, segir þetta ótækt. Hann hefur einnig reynslu af sveitarstjórnarstörfum í stærri sveitarfélögum þar sem hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði á 10. áratug síðustu aldar. „Við erum afar ósátt við að sameining verði þvinguð með þessum hætti. Það þarf að horfa á þessa þætti betur en að miða við einhverja íbúatölu því aðrir þættir skipta meira máli en það,“ segir Árni. Svo virðist sem mikil andstaða sé innan Eyjafjarðar sem og vítt og breitt um Norðausturland. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir íbúatöluna einnig ekki rétt viðmið. „Við framtíðarskipulag sveitarfélaga verður að horfa til margra þátta og fráleitt að íbúatala ráði ein alfarið um þróun þeirra. Horfa ber til landfræðilegra þátta, sem og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum þjónustu.“ Innan Alþingis er hins vegar líklegt að frumvarpið nái fram að ganga með nægum meirihluta. Miðflokkurinn mun vera á móti málinu. Þingmaðurinn Karl Gauti Hjaltason sagði í vor að virða ætti sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna. Vilji þyrfti að vera fyrir hendi. Innan VG og Sjálfstæðisflokksins verða einhverjir mótfallnir frumvarpinu án þess þó að það hafi áhrif á framgang þess. Atkvæði Viðreisnar og Samfylkingar munu því að öllum líkindum koma frumvarpinu í gegn.
Birtist í Fréttablaðinu Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira