Hundruð loftslagsaðgerðasinna handteknir um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 19:12 Hundruð mótmælenda voru handteknir í dag. EPA/CLEMENS BILAN Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi. Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi.
Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01
Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59
Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33
Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59