Innlent

Endaði á hvolfi ofan í skurði eftir út­afakstur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slysið varð rétt austan við Vegamót sem eru merkt með rauðum hring á kortið.
Slysið varð rétt austan við Vegamót sem eru merkt með rauðum hring á kortið. loftmyndir/map.is
Tildrög bílveltu sem varð rétt austan við Vegamót á Snæfellsnesi í gærkvöldi liggja ekki fyrir samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi.

Kona, sem var ein í bílnum, var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir slysið en Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, kveðst ekki vera með upplýsingar um það hversu mikið konan var slösuð.

Þó hafi það verið metið þannig af lækni sem kom á vettvang að það þyrfti að koma konunni strax til Reykjavíkur.

„Þetta er útafakstur, bíllinn fer á hvolf þarna ofan í skurð og vegfarendur sem koma að. Svo kemur sjúkrabíll, læknir og lögregla og það er tekin ákvörðun um að panta þyrlu út af ástandi,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi.

Aðspurður hvort það hafi þurft að beita klippum til að ná konunni út úr bílnum segir Ásmundur svo ekki vera.

„Nei, hún fer sjálf út úr bílnum greinilega,“ segir Ásmundur.

Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×