Mættur á sviðið um 50 mínútum eftir að hafa verið hleypt úr vélinni Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 19:43 Guðmundur Ingi segir að félagar hans í leikhópnum hafi verið miklu stressaðri yfir þessu en hann. Vísir/Stefán „Við byrjuðum hálftíma seinna en til stóð en þetta hafðist og gekk vel,“ segir leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson um sýningu á Húh! Best í heimi í Borgarleikhúsinu klukkan 20 í gærkvöldi. Vegna óveðursins sem geisaði á landinu í gær var Guðmundur Ingi fastur í flugvél á Keflavíkurflugvelli í einhverja klukkutíma og var ekki hleypt út fyrr en 19:40, tuttugu mínútum áður en sýningin átti að hefjast. „Ég er samt búinn að vera með óraunveruleikatilfinningu í allan dag. Eins og þetta hafi ekki gerst,“ segir Guðmundur. Hann segir að leigubílaferðin í gærkvöldi hafi verið mjög góð. Bílstjórinn hafi keyrt eins hratt og mátti og skilað honum í Borgarleikhúsið. „Þetta var eiginlega ótrúlegt. Að komast út úr vélinni tuttugu mínútur í átta og ná að byrja hálf níu í Borgarleikhúsi. Það er nú eiginlega magnað.“Úr Húh! Best í heimi, leiksýningu leikhópsins RaTaTam, sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.Mynd/Steve LorenzAðrir miklu stressaðri en hann Guðmundur segir að félagar hans í leikhópnum hafi verið miklu stressaðri yfir þessu en hann. „Ég gat náttúrulega ekkert annað gert en að koma mér á áfangastað. Ég fór svo beint í jakkaföt og út á svið.“ Hann segist halda að áhorfendur hafi sýnt aðstæðunum fullan skilning. „ Það virtust alla vega allir glaðir í leikslok. Sýningin gekk vel, svo er önnur sýning í kvöld og aftur á morgun. Áfram á galeiðunni!“ Guðmundur var staddur baksviðs þegar fréttastofa náði tali af honum. „Það eru líka allir mættir vel fyrir sýningu í kvöld. Það er líka verið að frumsýna Sex í sveit þannig að það er allt verða vitlaust hérna baksviðs.“ Keflavíkurflugvöllur Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Við byrjuðum hálftíma seinna en til stóð en þetta hafðist og gekk vel,“ segir leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson um sýningu á Húh! Best í heimi í Borgarleikhúsinu klukkan 20 í gærkvöldi. Vegna óveðursins sem geisaði á landinu í gær var Guðmundur Ingi fastur í flugvél á Keflavíkurflugvelli í einhverja klukkutíma og var ekki hleypt út fyrr en 19:40, tuttugu mínútum áður en sýningin átti að hefjast. „Ég er samt búinn að vera með óraunveruleikatilfinningu í allan dag. Eins og þetta hafi ekki gerst,“ segir Guðmundur. Hann segir að leigubílaferðin í gærkvöldi hafi verið mjög góð. Bílstjórinn hafi keyrt eins hratt og mátti og skilað honum í Borgarleikhúsið. „Þetta var eiginlega ótrúlegt. Að komast út úr vélinni tuttugu mínútur í átta og ná að byrja hálf níu í Borgarleikhúsi. Það er nú eiginlega magnað.“Úr Húh! Best í heimi, leiksýningu leikhópsins RaTaTam, sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.Mynd/Steve LorenzAðrir miklu stressaðri en hann Guðmundur segir að félagar hans í leikhópnum hafi verið miklu stressaðri yfir þessu en hann. „Ég gat náttúrulega ekkert annað gert en að koma mér á áfangastað. Ég fór svo beint í jakkaföt og út á svið.“ Hann segist halda að áhorfendur hafi sýnt aðstæðunum fullan skilning. „ Það virtust alla vega allir glaðir í leikslok. Sýningin gekk vel, svo er önnur sýning í kvöld og aftur á morgun. Áfram á galeiðunni!“ Guðmundur var staddur baksviðs þegar fréttastofa náði tali af honum. „Það eru líka allir mættir vel fyrir sýningu í kvöld. Það er líka verið að frumsýna Sex í sveit þannig að það er allt verða vitlaust hérna baksviðs.“
Keflavíkurflugvöllur Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01