Nýsköpun ekki lúxus heldur lífsnauðsynleg Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. október 2019 08:15 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir nauðsynlegt að regluverk á Íslandi sé skilvirkt þegar kemur að nýsköpun. Vísir/vilhelm Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira