Telja fulltrúa Viðreisnar hafa farið með dylgjur Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 22:53 Ummæli Jóns Garðars voru í tengslum við meðferð á umsókn um stækkun hús við Mosabarð í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Ernir Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira