Segir þetta dæmigert fyrir innræti þessara manna Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2019 14:22 Þó Inga sé brosmild á þessari mynd er jóst er að brotthvarf þeirra Ólafs Inga og Karls Gauta úr Flokki fólks og yfir í Miðflokkinn hefur valdið margvíslegum vanda. „Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
„Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30