Að kafna úr sköttum Ásta S. Fjeldsted skrifar 17. október 2019 08:00 Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun