Börnin geta líka bjargað mannslífum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 20:00 Um fjórðungur þeirra sem lendir í hjartastoppi utan heilbrigðisstofnana á Íslandi lifir af en það er mun betra hlutfall en gengur og gerist í öðrum löndum að sögn hjartalæknis. Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga. Ísland stendur nokkuð vel að vígi hvað varðar þekkingu og kunnáttu til endurlífgunar en á seinustu fimm árum hafa 60 þúsund fullorðnir fengið kennslu í endurlífgun. „Af þeim hundrað sem fara í hjartastopp hér á Reykjavíkursvæðinu þá eru 25-30 sem lifa af. Annars staðar í heiminum eru þetta bara 10% eða lægri tölur,“ segir Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs Íslands. Með hjálp styrktaraðila voru nýverið fest kaup á nokkrum dúkkum sem notaðar verða í kennsluverkefni í endurlífgun sem heitir Börnin bjarga. „Við erum að innleiða endurlífgunarfræðslu í skyldufræðsluefni skólahjúkrunarfræðinga heilt yfir landið í 6.-10. bekk alltaf árvisst, á hverju einasta ári erum við að kenna þeim endurlífgun,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Víðisstaðaskóla. 9. bekkingar í Víðistaðaskóla hafa ekki látið sitt eftir liggja en Hrafnkell Árni Guðmundsson er einn þeirra. „Fyrst tékkar maður hvort að hann sé örugglega meðvitundarlaus, kíkir hvort hann sé að anda og kíkir hvort tungan sé föst í kokinu og svo hringir maður í 112 og svo byrjar maður bara að hnoða,“ segir Hrafnkell. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Um fjórðungur þeirra sem lendir í hjartastoppi utan heilbrigðisstofnana á Íslandi lifir af en það er mun betra hlutfall en gengur og gerist í öðrum löndum að sögn hjartalæknis. Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga. Ísland stendur nokkuð vel að vígi hvað varðar þekkingu og kunnáttu til endurlífgunar en á seinustu fimm árum hafa 60 þúsund fullorðnir fengið kennslu í endurlífgun. „Af þeim hundrað sem fara í hjartastopp hér á Reykjavíkursvæðinu þá eru 25-30 sem lifa af. Annars staðar í heiminum eru þetta bara 10% eða lægri tölur,“ segir Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs Íslands. Með hjálp styrktaraðila voru nýverið fest kaup á nokkrum dúkkum sem notaðar verða í kennsluverkefni í endurlífgun sem heitir Börnin bjarga. „Við erum að innleiða endurlífgunarfræðslu í skyldufræðsluefni skólahjúkrunarfræðinga heilt yfir landið í 6.-10. bekk alltaf árvisst, á hverju einasta ári erum við að kenna þeim endurlífgun,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Víðisstaðaskóla. 9. bekkingar í Víðistaðaskóla hafa ekki látið sitt eftir liggja en Hrafnkell Árni Guðmundsson er einn þeirra. „Fyrst tékkar maður hvort að hann sé örugglega meðvitundarlaus, kíkir hvort hann sé að anda og kíkir hvort tungan sé föst í kokinu og svo hringir maður í 112 og svo byrjar maður bara að hnoða,“ segir Hrafnkell.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira