Rauðir, gulir og grænir útúrsnúningar Dags Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. október 2019 14:02 Það er hreint með ólíkindum hvernig Dagur B. Eggertsson er að snúa út úr fyrir kjörnum fulltrúum og blaðamönnum!!! Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Dagur reynir að gera lítið úr samstarfsfélögum sínum með því að blanda inn í umræðuna einhverju sem tengist málinu bara hreint ekki neitt. Umræðan snerist nefnilega um útboð vegna rammasamnings um stýribúnað umferðarljósa. Ekki um liti á umferðarljósum! Borgarstjóri dettur alltaf í sandkassanum! Málið snýst um að borgarstjóri er að fara fram úr sér, enda er hann búinn að sníða rammasamninginn um bættar ljósastýringar með búnaði í huga frá fyrirtækinu sem sér um búnaðinn nú þegar. Við vitum öll hvernig sá búnaður hefur virkað, eða ekki virkað. Öllu alvarlegra er að rammasamningurinn er eingöngu á vegum Reykjavíkurborgar en ekki á vegum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og lagt var upp með í samgöngusamningi sveitarfélaganna. Þarna er borgarstjóri að taka fram fyrir hendurnar á Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mér leikur forvitni á að vita hvað Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH, og Vegagerðin segir um þetta mál?Í öllu falli ósiðlegt Með öðrum orðum er meirihlutinn að stýra því hvaða fyrirtæki fær verkefnið - sem er í öllu falli ósiðlegt enda verkefni upp á marga milljarða, en Reykjavíkurborg ber að gæta þess að jafnræðis sé gætt þegar farið er í útboð. Verkefnið er sameiginlegt og Reykjavíkurborg á ekki að standa í þessu einhliða en ég tel að þetta sé brot á samgöngusamningum. Samningsaðilar hljóta að setja spurningarmerki við þessi vinnubrögð, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið. Athygli vekur að þetta er sami meirihluti og hingað til hefur verið á móti bættri ljósastýringu, en meirihlutinn sagði ítrekað með borgarstjóra í forsvari að ljósastýringar í Reykjavík væru í fínu lagi og ekki væri hægt að bæta umferðarflæðið með bættum ljósastýringum. Þetta sagði meirihlutinn á fundum fyrir kosningar, m.a. við kjósendur. Nú virðist sem annað hljóð sé komið í strokkinn hjá þessum viðreista borgarstjóra!!!Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Það er hreint með ólíkindum hvernig Dagur B. Eggertsson er að snúa út úr fyrir kjörnum fulltrúum og blaðamönnum!!! Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Dagur reynir að gera lítið úr samstarfsfélögum sínum með því að blanda inn í umræðuna einhverju sem tengist málinu bara hreint ekki neitt. Umræðan snerist nefnilega um útboð vegna rammasamnings um stýribúnað umferðarljósa. Ekki um liti á umferðarljósum! Borgarstjóri dettur alltaf í sandkassanum! Málið snýst um að borgarstjóri er að fara fram úr sér, enda er hann búinn að sníða rammasamninginn um bættar ljósastýringar með búnaði í huga frá fyrirtækinu sem sér um búnaðinn nú þegar. Við vitum öll hvernig sá búnaður hefur virkað, eða ekki virkað. Öllu alvarlegra er að rammasamningurinn er eingöngu á vegum Reykjavíkurborgar en ekki á vegum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og lagt var upp með í samgöngusamningi sveitarfélaganna. Þarna er borgarstjóri að taka fram fyrir hendurnar á Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mér leikur forvitni á að vita hvað Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH, og Vegagerðin segir um þetta mál?Í öllu falli ósiðlegt Með öðrum orðum er meirihlutinn að stýra því hvaða fyrirtæki fær verkefnið - sem er í öllu falli ósiðlegt enda verkefni upp á marga milljarða, en Reykjavíkurborg ber að gæta þess að jafnræðis sé gætt þegar farið er í útboð. Verkefnið er sameiginlegt og Reykjavíkurborg á ekki að standa í þessu einhliða en ég tel að þetta sé brot á samgöngusamningum. Samningsaðilar hljóta að setja spurningarmerki við þessi vinnubrögð, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið. Athygli vekur að þetta er sami meirihluti og hingað til hefur verið á móti bættri ljósastýringu, en meirihlutinn sagði ítrekað með borgarstjóra í forsvari að ljósastýringar í Reykjavík væru í fínu lagi og ekki væri hægt að bæta umferðarflæðið með bættum ljósastýringum. Þetta sagði meirihlutinn á fundum fyrir kosningar, m.a. við kjósendur. Nú virðist sem annað hljóð sé komið í strokkinn hjá þessum viðreista borgarstjóra!!!Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar