Vitundarvakning um málþroskaröskun Tinna Sigurðardóttir og Heiða Sigurjónsdóttir skrifar 15. október 2019 15:45 Þann 18. október næstkomandi er dagur vitundavakningar um málþroskaröskun. Málþroskaröskun, áður þekkt sem sértæk málþroskaröskun, lýsir sér í einföldu máli þannig að viðkomandi á erfitt með að tileinka sér mál á hefðbundinn hátt. Málskilningur er oft skertur, erfiðleikar við að finna orð og koma orðum að hlutum eru gjarnan áberandi hjá þessum hópi ásamt því að erfiðleika gætir í lestri og skrift. Málþroskaröskun er lífstíðarástand, algengari en einhverfa og eldist ekki af fólki. Samkvæmt rannsóknum eru um 7,6% barna með málþroskaröskun. Miðað við fjölda barna á Íslandi á aldrinum 3-18 ára eru þá tæplega 5.200 börn á Íslandi með málþroskaröskun nú þegar þessi grein er skrifuð. Börn með málþroskaröskun eiga sér yfirleitt sögu um seinkaðan málþroska frá máltökuskeiði. Þau hafa verið sein til máls og mælingar á málþroska ekki á pari við jafnaldra með eðlilegan málþroska. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að mælingar á málþroska eru stöðugar, þannig að barn sem mælist undir meðallagi við 3ja ára aldur mælist líklega áfram lágt við 9 ára og 16 ára aldur. Því er mikilvægt að fylgjast vel með og grípa í taumana við fyrstu grunsemdir. Markviss snemmtæk íhlutun er nauðsynleg til að styðja við og aðstoða barnið, fjölskylduna og skólann. Börn sem falla undir ákveðin viðmið fá niðurgreidda talþjálfun á vegum Sjúkratrygginga Íslands hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Til eru fjölmargar rannsóknir sem sýna tengsl á milli málþroskaröskunar og hegðunar- og tilfinningaerfiðleika. Börn sem eru með málþroskaröskun sýna oft erfiða hegðun í skólanum og geta þau einkenni svipað mjög til ADHD einkenna. Einnig er kvíði og þunglyndi algengt meðal barna og unglinga í þessum hópi. Þegar börn með málþroskaröskun komast á unglingsár er sjálfsmynd þeirra gjarnan í molum og þau geta átt í miklum erfiðleikum félagslega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fjöldi ungra fanga í fangelsum er með málþroskaröskun. Því má draga þá ályktun að þessi hópur sé sérstaklega útsettur fyrir að lenda í áhættuhegðun.Hvað er hægt að gera? Talmeinafræðingar eru sérmenntaðir í málþroska barna og starfa með þessum hópi á stofum, í leikskólum og í grunnskólum. Talmeinafræðingar veita talþjálfun sem miðar að því að bæta skilning, orðaforða, orðminni, máltjáningu og tjáskiptafærni sem og að styrkja aðra málþætti sem tengjast lestrarnámi. Talmeinafræðingar veita einnig fræðslu um málþroskaröskun í nærumhverfi barna. Mikilvægt er að kennarar noti þær bjargir sem hægt er að nýta til að koma til móts við börn með málþroska. T.d. nota myndrænt skipulag, einfalda mál sitt, veita einstaklingsfyrirmæli, æfa barnið í endurtekningum og endursögn og passa að kröfur hæfi barni. Ljóst að börn með málþroskaröskun þurfa aðstoð og stuðning í skóla og heima. Því fyrr sem aðstoðin fæst, þeim mun betur vegnar þessum hópi. Því miður er staðreyndin sú að skilgreindur stuðningur við börn og unglinga með málþroskaröskun er af afar skornum skammti í opinberu skólakerfi og sjaldnast fá börn í þessum hópi nægilega þjónustu. Enn fremur hafa langir biðlistar hjá sérfræðingum á stofu áhrif á þjónustustig við þá sem þurfa á talþjálfun að halda. Málefli eru hagsmunsamtök í þágu barna og unglinga með málþroskaröskun. Samtökin voru stofnuð í september árið 2009 af talmeinafræðingum og hópi foreldra í Reykjavík og á Suðurlandi. Markmið samtakanna er að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með málþroskaröskun, til að fræða aðstandendur og kennara, vinna að auknum réttindum barnanna og hvetja til rannsókna á þessu sviði. Samtökin komu því til leiðar að árið 2012 var gerð úttekt á vegum menntamálaráðuneytisins á stöðu barna með tal-og málþroskaröskun og var hún lögð fyrir Alþingi árið 2012. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru að ábyrgð á málaflokknum væri óskýr og voru allir sem að málinu komu sammála um að bæta þyrfti þjónustu við þennan hóp. Áætlað var að setja gera frekari úttekt á þjónustu við börn og unglinga og skila niðurstöðum um breytt verklag í þjónustu við þennan hóp en þeim niðurstöðum hefur ekki enn verið skilað. Til að vekja athygli á málefninu standa samtökin Málefli fyrir ýmsum viðburðum á afmælisárinu, leikhúsferðum og námskeiðum. Á alþjóðadegi málþroskaröskunar, föstudaginn 18. október næstkomandi verður málþing í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og verður athyglinni fyrst og fremst beint að umfjöllun fyrir kennara og foreldra barna með málþroskaröskun. Málþingið hefst kl. 14:00 og stendur til 17:30, það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Máleflis, www.malefli.is.Höfundar eru starfandi talmeinafræðingar á Bugl og Tröppu þjónustu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. október næstkomandi er dagur vitundavakningar um málþroskaröskun. Málþroskaröskun, áður þekkt sem sértæk málþroskaröskun, lýsir sér í einföldu máli þannig að viðkomandi á erfitt með að tileinka sér mál á hefðbundinn hátt. Málskilningur er oft skertur, erfiðleikar við að finna orð og koma orðum að hlutum eru gjarnan áberandi hjá þessum hópi ásamt því að erfiðleika gætir í lestri og skrift. Málþroskaröskun er lífstíðarástand, algengari en einhverfa og eldist ekki af fólki. Samkvæmt rannsóknum eru um 7,6% barna með málþroskaröskun. Miðað við fjölda barna á Íslandi á aldrinum 3-18 ára eru þá tæplega 5.200 börn á Íslandi með málþroskaröskun nú þegar þessi grein er skrifuð. Börn með málþroskaröskun eiga sér yfirleitt sögu um seinkaðan málþroska frá máltökuskeiði. Þau hafa verið sein til máls og mælingar á málþroska ekki á pari við jafnaldra með eðlilegan málþroska. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að mælingar á málþroska eru stöðugar, þannig að barn sem mælist undir meðallagi við 3ja ára aldur mælist líklega áfram lágt við 9 ára og 16 ára aldur. Því er mikilvægt að fylgjast vel með og grípa í taumana við fyrstu grunsemdir. Markviss snemmtæk íhlutun er nauðsynleg til að styðja við og aðstoða barnið, fjölskylduna og skólann. Börn sem falla undir ákveðin viðmið fá niðurgreidda talþjálfun á vegum Sjúkratrygginga Íslands hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Til eru fjölmargar rannsóknir sem sýna tengsl á milli málþroskaröskunar og hegðunar- og tilfinningaerfiðleika. Börn sem eru með málþroskaröskun sýna oft erfiða hegðun í skólanum og geta þau einkenni svipað mjög til ADHD einkenna. Einnig er kvíði og þunglyndi algengt meðal barna og unglinga í þessum hópi. Þegar börn með málþroskaröskun komast á unglingsár er sjálfsmynd þeirra gjarnan í molum og þau geta átt í miklum erfiðleikum félagslega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fjöldi ungra fanga í fangelsum er með málþroskaröskun. Því má draga þá ályktun að þessi hópur sé sérstaklega útsettur fyrir að lenda í áhættuhegðun.Hvað er hægt að gera? Talmeinafræðingar eru sérmenntaðir í málþroska barna og starfa með þessum hópi á stofum, í leikskólum og í grunnskólum. Talmeinafræðingar veita talþjálfun sem miðar að því að bæta skilning, orðaforða, orðminni, máltjáningu og tjáskiptafærni sem og að styrkja aðra málþætti sem tengjast lestrarnámi. Talmeinafræðingar veita einnig fræðslu um málþroskaröskun í nærumhverfi barna. Mikilvægt er að kennarar noti þær bjargir sem hægt er að nýta til að koma til móts við börn með málþroska. T.d. nota myndrænt skipulag, einfalda mál sitt, veita einstaklingsfyrirmæli, æfa barnið í endurtekningum og endursögn og passa að kröfur hæfi barni. Ljóst að börn með málþroskaröskun þurfa aðstoð og stuðning í skóla og heima. Því fyrr sem aðstoðin fæst, þeim mun betur vegnar þessum hópi. Því miður er staðreyndin sú að skilgreindur stuðningur við börn og unglinga með málþroskaröskun er af afar skornum skammti í opinberu skólakerfi og sjaldnast fá börn í þessum hópi nægilega þjónustu. Enn fremur hafa langir biðlistar hjá sérfræðingum á stofu áhrif á þjónustustig við þá sem þurfa á talþjálfun að halda. Málefli eru hagsmunsamtök í þágu barna og unglinga með málþroskaröskun. Samtökin voru stofnuð í september árið 2009 af talmeinafræðingum og hópi foreldra í Reykjavík og á Suðurlandi. Markmið samtakanna er að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með málþroskaröskun, til að fræða aðstandendur og kennara, vinna að auknum réttindum barnanna og hvetja til rannsókna á þessu sviði. Samtökin komu því til leiðar að árið 2012 var gerð úttekt á vegum menntamálaráðuneytisins á stöðu barna með tal-og málþroskaröskun og var hún lögð fyrir Alþingi árið 2012. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru að ábyrgð á málaflokknum væri óskýr og voru allir sem að málinu komu sammála um að bæta þyrfti þjónustu við þennan hóp. Áætlað var að setja gera frekari úttekt á þjónustu við börn og unglinga og skila niðurstöðum um breytt verklag í þjónustu við þennan hóp en þeim niðurstöðum hefur ekki enn verið skilað. Til að vekja athygli á málefninu standa samtökin Málefli fyrir ýmsum viðburðum á afmælisárinu, leikhúsferðum og námskeiðum. Á alþjóðadegi málþroskaröskunar, föstudaginn 18. október næstkomandi verður málþing í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og verður athyglinni fyrst og fremst beint að umfjöllun fyrir kennara og foreldra barna með málþroskaröskun. Málþingið hefst kl. 14:00 og stendur til 17:30, það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Máleflis, www.malefli.is.Höfundar eru starfandi talmeinafræðingar á Bugl og Tröppu þjónustu ehf.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar