Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44