Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. október 2019 18:45 Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. Staða heimilislausra á Íslandi þykir ekki góð í samanburði við nágrannalöndin og úrræðaleysi jafnvel einkennt málaflokkinn. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum reynt að mæta þörfum þessa hóps betur en nú horft úrræða sem hafa verið í boði til að mynda í Finnlandi. Málþing um heimilisleysi fór fram í dag það sem þar sem framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa í Finnlandi, miðlaði af árangursríkri reynslu landsins en landið er sú Evrópuþjóð sem hefur staðið sig best í að mæta þörfum þessa hóps. „Finnska leiðin er nálgun á landsvísu sem byggist á reglunni um að húsnæði gangi fyrir. Það þýðir að við veitum heimilislausum varanlegt húsnæði samkvæmt leigusamningi,“ segir Juha Kaakinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Juha Kakkinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Vísir/BaldurHeimilislausum fækkar í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi hafa með aðgerðum sínum, það er kaupum húsnæði, jafnvel gömlum hótelum komið þaki yfir heimilislausa. Með því var smáhýsum, líkt og þekkjast hér á landi, fækkað. Finnar áætla að á næstu átta árum verði allir heimilislausir komnir með þak yfir höfuðið. „Heimilislausum hefur fækkaði í Finnlandi á undanförnum tíu árum,“ segir Kakkinen.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir BaldurEfla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur haft málefni heimilislausra til endurskoðunar og í borgarráði var stefna í málflokknum samþykkt samhljóða í dag ásamt aðgerðaráætlun og málinu vísað áfram til borgarstjórnar. Jafnframt var samþykkt tillaga formanns Velferðarráðs um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi og kemur nú til framkvæmdar. Með aðgerðaráætluninni á fyrst um sinn á að fjölga neyðarúrræðum tímabundið. „Til lengri tíma viljum við fækka neyðarúrræðum, rétt eins og Finnar hafa gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar Á sama tíma á að auka þjónustu til hópsins með vettvangs- og ráðgjafateymi. Styrkja forvarnir og að lokum styrkja samráð á milli aðila sem vinna að málaflokknum. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3. september 2019 12:30 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur staðsetninguna heppilega 22. júlí 2019 20:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. Staða heimilislausra á Íslandi þykir ekki góð í samanburði við nágrannalöndin og úrræðaleysi jafnvel einkennt málaflokkinn. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum reynt að mæta þörfum þessa hóps betur en nú horft úrræða sem hafa verið í boði til að mynda í Finnlandi. Málþing um heimilisleysi fór fram í dag það sem þar sem framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa í Finnlandi, miðlaði af árangursríkri reynslu landsins en landið er sú Evrópuþjóð sem hefur staðið sig best í að mæta þörfum þessa hóps. „Finnska leiðin er nálgun á landsvísu sem byggist á reglunni um að húsnæði gangi fyrir. Það þýðir að við veitum heimilislausum varanlegt húsnæði samkvæmt leigusamningi,“ segir Juha Kaakinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Juha Kakkinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Vísir/BaldurHeimilislausum fækkar í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi hafa með aðgerðum sínum, það er kaupum húsnæði, jafnvel gömlum hótelum komið þaki yfir heimilislausa. Með því var smáhýsum, líkt og þekkjast hér á landi, fækkað. Finnar áætla að á næstu átta árum verði allir heimilislausir komnir með þak yfir höfuðið. „Heimilislausum hefur fækkaði í Finnlandi á undanförnum tíu árum,“ segir Kakkinen.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir BaldurEfla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur haft málefni heimilislausra til endurskoðunar og í borgarráði var stefna í málflokknum samþykkt samhljóða í dag ásamt aðgerðaráætlun og málinu vísað áfram til borgarstjórnar. Jafnframt var samþykkt tillaga formanns Velferðarráðs um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi og kemur nú til framkvæmdar. Með aðgerðaráætluninni á fyrst um sinn á að fjölga neyðarúrræðum tímabundið. „Til lengri tíma viljum við fækka neyðarúrræðum, rétt eins og Finnar hafa gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar Á sama tíma á að auka þjónustu til hópsins með vettvangs- og ráðgjafateymi. Styrkja forvarnir og að lokum styrkja samráð á milli aðila sem vinna að málaflokknum.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3. september 2019 12:30 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur staðsetninguna heppilega 22. júlí 2019 20:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30
Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3. september 2019 12:30
Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50
Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur staðsetninguna heppilega 22. júlí 2019 20:00