Klón Sáms komið í heiminn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2019 22:45 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Dorrit Moussaieff tilkynnti í kvöld að hvolpurinn hennar Sámur sé kominn í heiminn. Í annarri færslu staðfestir hún að hvolpurinn sé klón af Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann stækkar í þessum töluðu orðum. Móður og syni heilsast vel, svo spennandi,“ skrifar Dorrit við myndina af fæðingarskýrteini hins nýja Sáms. Fæðingarskírteinið er merkt ViaGen Pets, sem tekur að sér að klóna gæludýr. Það vakti hörð viðbrögð í október á síðasta ári þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur varð svo allur í janúar á þessu ári. Í mars var tilkynnt að klónunarferlið væri hafið en þá skrifaði Dorrit á Instagram að ef allt gengi vel, myndi nýr Sámur líta dagsins ljós þann 13. Maí. Einhver töf virðist hafa orðið því hvolpurinn, hinn nýi Sámur, kom í heiminn þann 25. október samkvæmt myndinni á Instagram síðu Dorritar.Sjáskot/InstagramKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar sagði í samtali við fréttastofu á síðasta ári að klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi því klónið væri eins og eineggja tvíburi en samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas. Sámur er fyrsti íslenski klónaði hundurinn. Dýr Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Dorrit syrgir Sám sáran Hundurinn fylgdi Dorrit og Ólafi í gegnum árin. 29. janúar 2019 11:03 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Dorrit Moussaieff tilkynnti í kvöld að hvolpurinn hennar Sámur sé kominn í heiminn. Í annarri færslu staðfestir hún að hvolpurinn sé klón af Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann stækkar í þessum töluðu orðum. Móður og syni heilsast vel, svo spennandi,“ skrifar Dorrit við myndina af fæðingarskýrteini hins nýja Sáms. Fæðingarskírteinið er merkt ViaGen Pets, sem tekur að sér að klóna gæludýr. Það vakti hörð viðbrögð í október á síðasta ári þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur varð svo allur í janúar á þessu ári. Í mars var tilkynnt að klónunarferlið væri hafið en þá skrifaði Dorrit á Instagram að ef allt gengi vel, myndi nýr Sámur líta dagsins ljós þann 13. Maí. Einhver töf virðist hafa orðið því hvolpurinn, hinn nýi Sámur, kom í heiminn þann 25. október samkvæmt myndinni á Instagram síðu Dorritar.Sjáskot/InstagramKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar sagði í samtali við fréttastofu á síðasta ári að klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi því klónið væri eins og eineggja tvíburi en samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas. Sámur er fyrsti íslenski klónaði hundurinn.
Dýr Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Dorrit syrgir Sám sáran Hundurinn fylgdi Dorrit og Ólafi í gegnum árin. 29. janúar 2019 11:03 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11
Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30