Bandaríkjastjórn herðir á efnahagsstríðinu gegn Kúbu Gylfi Páll Hersir skrifar 28. október 2019 11:00 Hinn 18. október síðastliðinn tilkynnti Bandaríkjastjórn um nýjar aðgerðir til þess að herða á 60 ára viðvarandi efnahagsstríði sínu gegn Kúbu. Elliot Abrams, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Venesúela orðaði það þannig: „Við erum alltaf að leita leiða til þess að þrengja að Kúbu vegna þess að við sjáum þar engar framfarir, hvorki m.t.t. Venesúela né mannréttinda innanlands.“ Markmið Bandaríkjastjórnar er að grafa undir byltingarstjórninni á Kúbu. Bandaríska ráðastéttin, jafnt Repúblikanar sem Demókratar óttast byltingarfordæmið sem sýnir að vinnandi fólk getur tekið völdin í sínar hendur af eignastéttinni og skipulagt samfélagið upp á nýtt í sína þágu. Einmitt þessu fordæmi vildu margir fylgja ekki hvað síst í löndum Suður- og Mið-Ameríku, Bandaríkjastjórn hefur löngum haft af því áhyggjur. Í apríl ákvað ríkisstjórn Donald Trumps að staðfesta lið III í Helms-Burton lagaviðbótunum sem stjórn Bill Clintons setti en ákvað að virkja ekki á sínum tíma. Þar með er opnað fyrir lögsókn Kúbana í Bandaríkjunum sem krefjast bóta fyrir þann gróða sem þeir telja sig hafa orðið af vegna þjóðnýtingar á tímum byltingarinnar. Síðan hafa 18 kröfur verið settar fram m.a. af José Ramón López Regueiro, syni fyrrum eiganda alþjóðaflugvallarins í Havana – hann krefst þrjú þúsund milljóna Bandaríkjadala frá American Airlines og Latam Airlines í Chile. Í júní ákvað stjórn Trumps að takmarka frekar ferðafrelsi landa sinna til Kúbu, en stjórn Barack Obama hafði losað um þær hömlur 2016. Meðal þeirra voru „einstaklingsferðir“ og bann á viðkomu skemmtiferðaskipa, einkaskúta og fiskibáta. Gjaldeyristekjur vegna komu ferðafólks rýrnuðu umtalsvert við þessar aðgerðir. Í september setti Bandaríkjastjórn Raúl Castro og fjögur barna hans á bannlista yfir þá sem mega ferðast til Bandaríkjanna. Í október bannaði Bandaríkjastjórn innflutning tækjavöru af ýmsu tagi ef 10% hennar eru bandarísk að uppruna í stað 25% eins og verið hafði áður. Loks hefur nú verið bannað að leigja Kúbu flugvélar frá bandarískum fyrirtækjum. Það er lykilatriði í augum Bandaríkjastjórnar að koma í veg fyrir innflutning á olíu til Kúbu, sérstaklega frá Venesúela. Bann hennar tekur til fyrirtækja sem sjá um olíuflutning sem og skipa þeirra. Stjórn Venesúela hefur reynt að flytja olíu með eigin skipum en samdráttur og efnahagsstríð Bandaríkjanna hefur gert þeim erfitt fyrir. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu varaði við því í sjónvarpi að grípa þyrfti til erfiðra aðgerða. Til þess að spara eldsneyti hefur verið skrúfað fyrir loftkælingu í ríkisstjórnarbyggingum. Skorið hefur verið niður í almenningssamgöngum, farþegum fækkaði um helming. Uxar koma nú víða í stað traktora í landbúnaði, stál- og sementsframleiðsla dróst saman og langar biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum. Starfsfólki hins opinbera sem ekur um á ríkisbifreiðum ber að taka upp farþega á strætóstoppistöðum. Margir aðrir gera slíkt hið sama en það er siður sem einkennir byltinguna á Kúbu. Bandaríkjastjórn hefur ekki í hyggju að slaka á. Um miðjan september rak Trump, John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa vegna þess að hann stæði í vegi fyrir því að Bandaríkin drægju sig út úr, „endalausum styrjöldum“ um allan heim. Tveimur dögum síðar skrifaði Trump á Twitter: „Skoðanir mínar á Venesúela og sérstaklega á Kúbu ná mun lengra en skoðanir John Bolton. Hann hélt aftur af mér“. Að lokum þetta: Árið 1959 steyptu verkafólk og bændur Fulgencio Batista einræðisherra Kúbu af stóli. Hann var dyggilega studdur af Bandaríkjastjórn. Byltingarstjórnin tók í kjölfarið til við að skipuleggja samfélagið í þágu verkafólks og bænda og hefur stutt baráttu kúgaðra dyggilega um allan heim. Byltingin á Kúbu er gott fordæmi.Höfundur er áhugasamur um það sem gengur á í heiminum og hefur margoft komið til Kúbu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Kúba Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hinn 18. október síðastliðinn tilkynnti Bandaríkjastjórn um nýjar aðgerðir til þess að herða á 60 ára viðvarandi efnahagsstríði sínu gegn Kúbu. Elliot Abrams, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Venesúela orðaði það þannig: „Við erum alltaf að leita leiða til þess að þrengja að Kúbu vegna þess að við sjáum þar engar framfarir, hvorki m.t.t. Venesúela né mannréttinda innanlands.“ Markmið Bandaríkjastjórnar er að grafa undir byltingarstjórninni á Kúbu. Bandaríska ráðastéttin, jafnt Repúblikanar sem Demókratar óttast byltingarfordæmið sem sýnir að vinnandi fólk getur tekið völdin í sínar hendur af eignastéttinni og skipulagt samfélagið upp á nýtt í sína þágu. Einmitt þessu fordæmi vildu margir fylgja ekki hvað síst í löndum Suður- og Mið-Ameríku, Bandaríkjastjórn hefur löngum haft af því áhyggjur. Í apríl ákvað ríkisstjórn Donald Trumps að staðfesta lið III í Helms-Burton lagaviðbótunum sem stjórn Bill Clintons setti en ákvað að virkja ekki á sínum tíma. Þar með er opnað fyrir lögsókn Kúbana í Bandaríkjunum sem krefjast bóta fyrir þann gróða sem þeir telja sig hafa orðið af vegna þjóðnýtingar á tímum byltingarinnar. Síðan hafa 18 kröfur verið settar fram m.a. af José Ramón López Regueiro, syni fyrrum eiganda alþjóðaflugvallarins í Havana – hann krefst þrjú þúsund milljóna Bandaríkjadala frá American Airlines og Latam Airlines í Chile. Í júní ákvað stjórn Trumps að takmarka frekar ferðafrelsi landa sinna til Kúbu, en stjórn Barack Obama hafði losað um þær hömlur 2016. Meðal þeirra voru „einstaklingsferðir“ og bann á viðkomu skemmtiferðaskipa, einkaskúta og fiskibáta. Gjaldeyristekjur vegna komu ferðafólks rýrnuðu umtalsvert við þessar aðgerðir. Í september setti Bandaríkjastjórn Raúl Castro og fjögur barna hans á bannlista yfir þá sem mega ferðast til Bandaríkjanna. Í október bannaði Bandaríkjastjórn innflutning tækjavöru af ýmsu tagi ef 10% hennar eru bandarísk að uppruna í stað 25% eins og verið hafði áður. Loks hefur nú verið bannað að leigja Kúbu flugvélar frá bandarískum fyrirtækjum. Það er lykilatriði í augum Bandaríkjastjórnar að koma í veg fyrir innflutning á olíu til Kúbu, sérstaklega frá Venesúela. Bann hennar tekur til fyrirtækja sem sjá um olíuflutning sem og skipa þeirra. Stjórn Venesúela hefur reynt að flytja olíu með eigin skipum en samdráttur og efnahagsstríð Bandaríkjanna hefur gert þeim erfitt fyrir. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu varaði við því í sjónvarpi að grípa þyrfti til erfiðra aðgerða. Til þess að spara eldsneyti hefur verið skrúfað fyrir loftkælingu í ríkisstjórnarbyggingum. Skorið hefur verið niður í almenningssamgöngum, farþegum fækkaði um helming. Uxar koma nú víða í stað traktora í landbúnaði, stál- og sementsframleiðsla dróst saman og langar biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum. Starfsfólki hins opinbera sem ekur um á ríkisbifreiðum ber að taka upp farþega á strætóstoppistöðum. Margir aðrir gera slíkt hið sama en það er siður sem einkennir byltinguna á Kúbu. Bandaríkjastjórn hefur ekki í hyggju að slaka á. Um miðjan september rak Trump, John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa vegna þess að hann stæði í vegi fyrir því að Bandaríkin drægju sig út úr, „endalausum styrjöldum“ um allan heim. Tveimur dögum síðar skrifaði Trump á Twitter: „Skoðanir mínar á Venesúela og sérstaklega á Kúbu ná mun lengra en skoðanir John Bolton. Hann hélt aftur af mér“. Að lokum þetta: Árið 1959 steyptu verkafólk og bændur Fulgencio Batista einræðisherra Kúbu af stóli. Hann var dyggilega studdur af Bandaríkjastjórn. Byltingarstjórnin tók í kjölfarið til við að skipuleggja samfélagið í þágu verkafólks og bænda og hefur stutt baráttu kúgaðra dyggilega um allan heim. Byltingin á Kúbu er gott fordæmi.Höfundur er áhugasamur um það sem gengur á í heiminum og hefur margoft komið til Kúbu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun