Rannsókn stendur yfir á eldsupptökum en talið er að eldurinn hafi kviknað í potti á eldavélarhellu.
Fréttamaður Stöðvar 2 fylgdist með aðgerðum slökkviliðs aðfaranótt miðvikudags eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.
„Það var mikill reykur úr kjallaraíbúðinni og sjáanlegur eldur í anddyrinu,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu aðspurður um hvernig aðstæður hefðu verið þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.
„Reykkafarar voru strax sendir að íbúðinni og tókst á afar skömmum tíma að bjarga tveimur út um glugga íbúðarinnar,“ sagði Gunnlaugur.