Betri aðbúnaður barna Skúli Helgason skrifar 24. október 2019 07:00 Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem hafa það markmið að tryggja öllum nemendum fjölbreytta og góða menntun og styrkja félagslega stöðu þeirra. Kveikjan er samfelld fækkun barna í hverfinu og er nú svo komið að kostnaður á hvern nemanda í Korpuskóla er rúmlega tvöfalt meiri en við nemendur í grunnskólum borgarinnar að meðaltali. Breytingarnar fela í sér betri menntunarlegan aðbúnað fyrir börnin og bætta nýtingu fjármuna og leiða til meira jafnræðis á borgarvísu.Sterkari skólar Tillagan felur í sér að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk í Borgum og Engi ásamt frístundaheimilum á hvorum stað og einn sameiginlegur nýsköpunarskóli á unglingastigi fyrir 8.-10. bekk þar sem jafnframt verði félagsmiðstöð. Í hverjum skóla gætu orðið um 260-270 nemendur. Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið, en nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla og tryggður skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota, þar til fjöldi nemenda í Staðarhverfi á aldrinum 6-12 ára hefur náð tölunni 150. Meiri fjölbreytni Nemendum í Korpu hefur fækkað á undanförnum sjö árum úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. Börn í árgangi eru að meðaltali fjórum sinnum færri en í meðalskólanum í borginni og eru þau t.d. aðeins fjögur í 3. bekk. Slíkt fámenni er ávísun á verri aðbúnað fyrir börnin en við viljum bjóða okkar nemendum bæði varðandi námsframboð og félagaval. Markmið okkar er að geta boðið nemendum meiri fjölbreytni í námi og ekki síður félagslega, enda er félagsfærni einn af fimm veigamestu hæfnisþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur. Nýsköpunarskóli fyrir unglinga Hugmyndin um sameinaðan unglingaskóli undir merkjum nýsköpunarstefnu nýtur mikils stuðnings ekki síst meðal nemenda sjálfra enda gefst þar tækifæri til að leggja sérstaka áherslu á frumkvæði nemenda, frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýna hugsun – þætti sem gera nemendur betur í stakk búna til að mæta fjölbreyttum áskorunum 21. aldarinnar. Samgöngubætur Það er skiljanlegt að foreldrar sérstaklega yngstu barnanna í Staðarhverfi hafi áhyggjur af stöðu mála og við þeim munum við bregðast með því að tryggja yngstu börnunum skólaakstur frá Korpu í Engjaskóla þar sem fjarlægðin er 1,7 km og skipuleggja nauðsynlegar samgöngubætur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þær fela m.a. í sér að gerð verði örugg göngu- og hjólaleið við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur, sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg og unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samvinnu við Strætó, með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Nýting húsnæðis í Korpu Við munum fara vel yfir allar góðar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins í Korpu og vilji okkar stendur til þess að það verði áfram nýtt í þágu skóla- og frístundastarfs. Þar hafa ýmsir kostir verið nefndir, leikskólastarfsemi, samstarf við sjálfstætt starfandi skóla o.s.frv. Tillaga meirihlutans hefur verið lögð fram í skóla- og frístundaráði og verður kynnt á næstu dögum og vikum áður en hún kemur til endanlegrar afgreiðslu. Við höfum sannfæringu fyrir því að þessar breytingar muni bæta aðbúnað og velferð barna í norðanverðum Grafarvogi auk þess að auka jafnræði barna í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Skúli Helgason Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem hafa það markmið að tryggja öllum nemendum fjölbreytta og góða menntun og styrkja félagslega stöðu þeirra. Kveikjan er samfelld fækkun barna í hverfinu og er nú svo komið að kostnaður á hvern nemanda í Korpuskóla er rúmlega tvöfalt meiri en við nemendur í grunnskólum borgarinnar að meðaltali. Breytingarnar fela í sér betri menntunarlegan aðbúnað fyrir börnin og bætta nýtingu fjármuna og leiða til meira jafnræðis á borgarvísu.Sterkari skólar Tillagan felur í sér að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk í Borgum og Engi ásamt frístundaheimilum á hvorum stað og einn sameiginlegur nýsköpunarskóli á unglingastigi fyrir 8.-10. bekk þar sem jafnframt verði félagsmiðstöð. Í hverjum skóla gætu orðið um 260-270 nemendur. Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið, en nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla og tryggður skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota, þar til fjöldi nemenda í Staðarhverfi á aldrinum 6-12 ára hefur náð tölunni 150. Meiri fjölbreytni Nemendum í Korpu hefur fækkað á undanförnum sjö árum úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. Börn í árgangi eru að meðaltali fjórum sinnum færri en í meðalskólanum í borginni og eru þau t.d. aðeins fjögur í 3. bekk. Slíkt fámenni er ávísun á verri aðbúnað fyrir börnin en við viljum bjóða okkar nemendum bæði varðandi námsframboð og félagaval. Markmið okkar er að geta boðið nemendum meiri fjölbreytni í námi og ekki síður félagslega, enda er félagsfærni einn af fimm veigamestu hæfnisþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur. Nýsköpunarskóli fyrir unglinga Hugmyndin um sameinaðan unglingaskóli undir merkjum nýsköpunarstefnu nýtur mikils stuðnings ekki síst meðal nemenda sjálfra enda gefst þar tækifæri til að leggja sérstaka áherslu á frumkvæði nemenda, frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýna hugsun – þætti sem gera nemendur betur í stakk búna til að mæta fjölbreyttum áskorunum 21. aldarinnar. Samgöngubætur Það er skiljanlegt að foreldrar sérstaklega yngstu barnanna í Staðarhverfi hafi áhyggjur af stöðu mála og við þeim munum við bregðast með því að tryggja yngstu börnunum skólaakstur frá Korpu í Engjaskóla þar sem fjarlægðin er 1,7 km og skipuleggja nauðsynlegar samgöngubætur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þær fela m.a. í sér að gerð verði örugg göngu- og hjólaleið við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur, sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg og unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samvinnu við Strætó, með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Nýting húsnæðis í Korpu Við munum fara vel yfir allar góðar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins í Korpu og vilji okkar stendur til þess að það verði áfram nýtt í þágu skóla- og frístundastarfs. Þar hafa ýmsir kostir verið nefndir, leikskólastarfsemi, samstarf við sjálfstætt starfandi skóla o.s.frv. Tillaga meirihlutans hefur verið lögð fram í skóla- og frístundaráði og verður kynnt á næstu dögum og vikum áður en hún kemur til endanlegrar afgreiðslu. Við höfum sannfæringu fyrir því að þessar breytingar muni bæta aðbúnað og velferð barna í norðanverðum Grafarvogi auk þess að auka jafnræði barna í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun