Sláandi munur á Liverpool fyrir og eftir komu Van Dijk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2019 08:30 Van Dijk í baráttunni við Marcus Rashford. Vísir/Getty Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi, á þeim tíma, í janúar á síðasta ári. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi. Munurinn á Liverpool í 61 leik fyrir komu Van Dijk og þeim 61 leik sem hann hefur leikið er hreint út sagt sláandi. Sky Sports bar saman 61 leik fyrir komu Van Dijk og svo þá 61 leik sem hann hefur leikið fyrir Liverpool. Það er þó vert að taka fram að koma markvarðarins Alisson frá Roma hefur einnig hjálpað til við að bæta varnarleik liðsins. Þá má einnig nefna félaga Van Dijk í miðverðinum, Joël Matip, en Kamerúninn með löngu lappirnar hefur blómstrað við hlið Hollendingsins. Fabinho, djúpi miðjumaður Liverpool, á einnig hrós skilið að ógleymdum mögnuðum sóknarbakvörðum liðsins, þeim Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson. Alls hefur Van Dijk leikið 61 leik fyrir Liverpool og því tók Sky saman tölfræði yfir síðusta 61 leik sem Liverpool lék áður en hann kom og þá leiki sem miðvörðurinn stóri og stæðilegi hefur leikið fyrir félagið.Ótrúlegur munur1. Sigurhlutfall liðsins hefur farið úr 57% upp í 75%. 2. Í 61 leik fyrir komu Van Dijk fékk Liverpool á sig 70 mörk, í 61 leik með Van Dijk er þessi tala komin niður í 32 mörk. 3. Liðið fór úr því að halda marki sínu hreinu 21 sinni yfir í að halda því hreinu 31 sinni. 4. Mistökum sem leiða til marka hefur fækkað úr 14 niður í fimm. 5. Að lokum hefur liðið farið úr því að fá á sig 17 mörk úr föstum leikatriðum niður í aðeins 11. Það er því ljóst að koma Van Dijk hefur gjörbylt leik Liverpool. Nú er bara að bíða og sjá hvort það dugi til að landa Englandsmeistaratitlinum sjálfum.@VirgilvDijk has started 60 of Liverpool’s 61 PL games since he signed in Jan 2018 - this is how they have performed compared to the 61 PL matches beforehand pic.twitter.com/5qaUS1LFE6 — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 20, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones. 20. október 2019 22:15 Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi, á þeim tíma, í janúar á síðasta ári. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi. Munurinn á Liverpool í 61 leik fyrir komu Van Dijk og þeim 61 leik sem hann hefur leikið er hreint út sagt sláandi. Sky Sports bar saman 61 leik fyrir komu Van Dijk og svo þá 61 leik sem hann hefur leikið fyrir Liverpool. Það er þó vert að taka fram að koma markvarðarins Alisson frá Roma hefur einnig hjálpað til við að bæta varnarleik liðsins. Þá má einnig nefna félaga Van Dijk í miðverðinum, Joël Matip, en Kamerúninn með löngu lappirnar hefur blómstrað við hlið Hollendingsins. Fabinho, djúpi miðjumaður Liverpool, á einnig hrós skilið að ógleymdum mögnuðum sóknarbakvörðum liðsins, þeim Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson. Alls hefur Van Dijk leikið 61 leik fyrir Liverpool og því tók Sky saman tölfræði yfir síðusta 61 leik sem Liverpool lék áður en hann kom og þá leiki sem miðvörðurinn stóri og stæðilegi hefur leikið fyrir félagið.Ótrúlegur munur1. Sigurhlutfall liðsins hefur farið úr 57% upp í 75%. 2. Í 61 leik fyrir komu Van Dijk fékk Liverpool á sig 70 mörk, í 61 leik með Van Dijk er þessi tala komin niður í 32 mörk. 3. Liðið fór úr því að halda marki sínu hreinu 21 sinni yfir í að halda því hreinu 31 sinni. 4. Mistökum sem leiða til marka hefur fækkað úr 14 niður í fimm. 5. Að lokum hefur liðið farið úr því að fá á sig 17 mörk úr föstum leikatriðum niður í aðeins 11. Það er því ljóst að koma Van Dijk hefur gjörbylt leik Liverpool. Nú er bara að bíða og sjá hvort það dugi til að landa Englandsmeistaratitlinum sjálfum.@VirgilvDijk has started 60 of Liverpool’s 61 PL games since he signed in Jan 2018 - this is how they have performed compared to the 61 PL matches beforehand pic.twitter.com/5qaUS1LFE6 — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 20, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones. 20. október 2019 22:15 Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones. 20. október 2019 22:15
Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30
Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15