Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp komin til þingsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 19:45 Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá hafa ráðherrar aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera fram komin samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þingmálaskrá eru settir fram mánuðir til viðmiðunar um hvenær ráðherrar hyggjast leggja mál sín fram á Alþingi. Alls eru sextíu frumvörp á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar áætluð í september og október á þessum þingvetri en aðeins 20 hafa verið lögð fyrir þingið. Meðal þeirra mála sem enn eru ekki fram komin eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla, frumvarp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara, frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpiðÞað sem af er þessum þingvetri hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram sjö frumvörp af tuttugu og tveimur sem í þingmálaskrá var miðað við að kæmu fram í september eða október. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur mælt fyrir fjórum frumvörpum af sjö samkvæmt þingmálaskrá, dómsmálaráðherra fyrir þremur af sjö og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir tveimur af fimm. Frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er komið eitt mál til þingsins frá hverjum ráðherra en engin mál frá umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Þess má geta að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var kynnt í ríkisstjórn í vikunni.Grafið sýnir þann fjölda stjórnarfrumvarpa hvers ráðherra sem þegar eru komin til þingsins samanborið við þann fjölda frumvarpa sem miðað var við að útbýtt yrði á Alþingi í september og október.Vísir/HafsteinnÞað sem af er þessum þingvetri hafa alls 20 stjórnarfrumvörp komið til kasta Alþingis, en þau voru 31 á sama tíma í fyrra. Meðal þess sem kann að skýra hvað tefur það að mál rati til þingsins er álag innan ráðuneytanna og fjöldi verkefna þar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í öðrum tilfellum kann að vera uppi pólitískur ágreiningur um einstök mál sem tefja kann framgang þeirra. Engir þingfundir hafa farið fram í þessari viku en ætla má að strax í næstu viku taki fleiri mál að rata inn til þingsins. Tekið skal fram að tölurnar sem hér um ræðir ná aðeins yfir lagafrumvörp ráðherra en ekki þingsályktunartillögur eða þingmannamál. Þá er ekki er óvanalegt að þingmálaskrá standist ekki alltaf sett viðmið. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Vinstri græn Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá hafa ráðherrar aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera fram komin samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þingmálaskrá eru settir fram mánuðir til viðmiðunar um hvenær ráðherrar hyggjast leggja mál sín fram á Alþingi. Alls eru sextíu frumvörp á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar áætluð í september og október á þessum þingvetri en aðeins 20 hafa verið lögð fyrir þingið. Meðal þeirra mála sem enn eru ekki fram komin eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla, frumvarp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara, frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpiðÞað sem af er þessum þingvetri hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram sjö frumvörp af tuttugu og tveimur sem í þingmálaskrá var miðað við að kæmu fram í september eða október. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur mælt fyrir fjórum frumvörpum af sjö samkvæmt þingmálaskrá, dómsmálaráðherra fyrir þremur af sjö og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir tveimur af fimm. Frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er komið eitt mál til þingsins frá hverjum ráðherra en engin mál frá umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Þess má geta að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var kynnt í ríkisstjórn í vikunni.Grafið sýnir þann fjölda stjórnarfrumvarpa hvers ráðherra sem þegar eru komin til þingsins samanborið við þann fjölda frumvarpa sem miðað var við að útbýtt yrði á Alþingi í september og október.Vísir/HafsteinnÞað sem af er þessum þingvetri hafa alls 20 stjórnarfrumvörp komið til kasta Alþingis, en þau voru 31 á sama tíma í fyrra. Meðal þess sem kann að skýra hvað tefur það að mál rati til þingsins er álag innan ráðuneytanna og fjöldi verkefna þar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í öðrum tilfellum kann að vera uppi pólitískur ágreiningur um einstök mál sem tefja kann framgang þeirra. Engir þingfundir hafa farið fram í þessari viku en ætla má að strax í næstu viku taki fleiri mál að rata inn til þingsins. Tekið skal fram að tölurnar sem hér um ræðir ná aðeins yfir lagafrumvörp ráðherra en ekki þingsályktunartillögur eða þingmannamál. Þá er ekki er óvanalegt að þingmálaskrá standist ekki alltaf sett viðmið.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Vinstri græn Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira