Pólskri menningu fagnað í Reykjanesbæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 20:30 Um það bil einn af hverjum sex íbúum í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Pólskir bræður sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi segja eina muninn á þeim og íslenskum jafnöldrum sínum vera að þeir tali tvö tungumál. Pólak menningarhátíð fór fram í Reykjanesbæ í dag. „Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ er haldin til þess að fagna þeim fjölbreytileika sem býr í Reykjanesbæ en við erum með mjög stórt og mikið fjölmenningarsamfélag hér,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í Reykjanesbæ. Um 25% íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna en 16% eru af pólskum uppruna. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en þemað í ár voru sögur fólks af pólskum uppruna. Ein þeirra sem sagði sögu sína í dag var Ewa Wydra sem hefur verið öflug við að virkja börn til þátttöku í taekwondo. „Það er að blómstra hjá okkur núna. Ég er að reyna að þýða íslensku yfir á pólsku af því við vorum að búa til bækur sem eru á ensku, íslensku og pólsku um starfið í taekwondo, hjálpa aðeins foreldrum að lesa um hvernig taekwondo er og hvað það getur gert fyrir okkar líkama, sálina og skipulagið daglega,“ segir Ewa. Bræðurnir Alexander og Jakob Grybos eru miklir tónlistarmenn en þeir slóu botninn í hátíðina í dag með hljómsveit sinni DEMO. Þeir eru báðir fæddir á Íslandi og hafa alist upp við tvö tungumál. „Við lærðum fyrst pólsku heima og svo fórum við í leikskóla og þá lærðum við íslenskuna með,“ segir Alexander. Innflytjendamál Menning Pólland Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Um það bil einn af hverjum sex íbúum í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Pólskir bræður sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi segja eina muninn á þeim og íslenskum jafnöldrum sínum vera að þeir tali tvö tungumál. Pólak menningarhátíð fór fram í Reykjanesbæ í dag. „Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ er haldin til þess að fagna þeim fjölbreytileika sem býr í Reykjanesbæ en við erum með mjög stórt og mikið fjölmenningarsamfélag hér,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í Reykjanesbæ. Um 25% íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna en 16% eru af pólskum uppruna. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en þemað í ár voru sögur fólks af pólskum uppruna. Ein þeirra sem sagði sögu sína í dag var Ewa Wydra sem hefur verið öflug við að virkja börn til þátttöku í taekwondo. „Það er að blómstra hjá okkur núna. Ég er að reyna að þýða íslensku yfir á pólsku af því við vorum að búa til bækur sem eru á ensku, íslensku og pólsku um starfið í taekwondo, hjálpa aðeins foreldrum að lesa um hvernig taekwondo er og hvað það getur gert fyrir okkar líkama, sálina og skipulagið daglega,“ segir Ewa. Bræðurnir Alexander og Jakob Grybos eru miklir tónlistarmenn en þeir slóu botninn í hátíðina í dag með hljómsveit sinni DEMO. Þeir eru báðir fæddir á Íslandi og hafa alist upp við tvö tungumál. „Við lærðum fyrst pólsku heima og svo fórum við í leikskóla og þá lærðum við íslenskuna með,“ segir Alexander.
Innflytjendamál Menning Pólland Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira