Lýsir tilfinningaríkri stund þegar múrinn féll fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 9. nóvember 2019 14:15 Mynd frá því þegar Þjóðverjar fögnuðu falli múrsins daginn eftir fall hans þann 9. nóvember 1989. Vísir/EPA Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA Þýskaland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir „Sleggjan sem var sveiflað var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA
Þýskaland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir „Sleggjan sem var sveiflað var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira