Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 12:01 Um er að ræða fyrsta skipti sem Mulvaney er tengdur við Úkraínumálið með berum orðum. Getty/Win McNamee Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“ Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25