Hvatning frá formanni Heimilis og skóla á degi gegn einelti Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 17:48 Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun