Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2019 07:39 Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta. Hann var meðal annars sakaður um að spinna niðurstöðu Mueller-skýrslunnar svonefndu. Hann féllst þó ekki á að gefa Trump forseta hreint sakarvottorð opinberlega vegna Úkraínumálsins nú. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00