Kanni kynbundinn launamun söngvara Íslensku óperunnar Björn Þorfinnsson skrifar 5. nóvember 2019 07:15 Gunnar Hrafnsson segir kjarasamninga brotna. Fréttablaðið/Ernir Átta söngvarar Íslensku óperunnar standa í deilum við stofnunina vegna launakjara við sýninguna Brúðkaup Fígarós sem sýnd var í september og október síðastliðnum. Á föstudaginn birti Fréttablaðið viðtal við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra þar sem hún fullyrðir efnislega að kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Íslensku óperunnar eigi ekki við um söngvarana þar sem þeir séu lausráðnir. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, er á öðru máli og segir fullyrðingu Steinunnar Birnu ekki standast. Í gildi sé samningur milli FÍH og Óperunnar frá 4. desember 2000 sem aldrei hafi verið sagt upp og fyrri óperustjórar virt. Fyrir sýninguna sem deilan stendur um hafi verið gerðir verktakasamningar við hvern söngvara um tilteknar upphæðir og segir Gunnar að ein klausa veki sérstaka eftirtekt í samningunum: „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslensku óperunnar og Félags íslenskra leikara/ Félags íslenskra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Verktakasamningarnir hafi allir verið gerðir í vor og tilvist kjarasamningsins þar með verið viðurkennd. Gunnars segir Óperuna því hafa brotið gegn kjarasamningum með margvíslegum hætti. „Meðal annars var virt að vettugi sú skylda að Íslenska óperan tilkynni til FÍH hvaða söngvarar séu ráðnir og sendi einnig yfirlýsingu um að ekki skuli greidd lægri laun en kjarasamningurinn segir til um. Þá fór hámarksæfingatími fram yfir 24 klukkustundir á viku auk þess sem ekki var greitt samningsbundið upp á 17,42% á laun,“ segir Gunnar. Hann segir rétt að greidd hafi verið hærri sýningalaun en ákvæði kjarasamnings segja til um. En það skýrist af því að einungis sé kveðið á um hver lágmarkslaun skuli vera en ekkert sé því til fyrirstöðu að verkkaupi bjóði hærra verð. Þá segir Gunnar að kanna þurfi hvort kynbundinn launamunur tíðkist hjá söngvurum Íslensku óperunnar. „Tveimur kvensöngvurum í stórum hlutverkum eru boðnar 300.000 krónur í heildarlaun sem verktakar fyrir mánaðarvinnu á æfingatíma og öllum hópnum er greitt langt undir ákvæðum samningsins fyrir æfingar. Mér finnst að það þurfi að fara dýpra í þau mál,“ segir hann. Gunnar segir enn fremur að tilboð Óperunnar um kjaraleiðréttingu hafi bara staðið þremur af átta söngvurum til boða og lykti af því að verið sé að reyna að splundra samstöðu innan hópsins. „Kjarni málsins er að með ógegnsæjum verktakasamningum og launaleynd er verið að snúa niður kjör þeirra sem í raun bera uppi árangur Íslensku óperunnar. Söngvararnir eiga að vinna æfingar á launum sem standast engan samanburð og áhættan er þeirra hvort sýningar nái nægilegum fjölda til að rétta eitthvað af kjörin. Í sögulegu samhengi hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að kaupmætti. Hefur það gerst líka hjá stjórnendum Íslensku óperunnar?“ spyr Gunnar. Steinunn Birna óperustjóri vísar því alfarið á bug að kynbundinn launamunur þrífist innan Íslensku óperunnar. „Ég sem kvenkyns óperustjóri passa sérstaklega upp á að slíkt tíðkist ekki. Laun ákvarðast af stærð hlutverka og einnig hvort viðkomandi söngvari sé með aríur í verkinu. Oft eru kvenhlutverkin stærst en í Brúðkaupi Fígarós var vægi hlutverkanna mjög jafnt,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kjaramál Menning Tónlist Íslenska óperan Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Átta söngvarar Íslensku óperunnar standa í deilum við stofnunina vegna launakjara við sýninguna Brúðkaup Fígarós sem sýnd var í september og október síðastliðnum. Á föstudaginn birti Fréttablaðið viðtal við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra þar sem hún fullyrðir efnislega að kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Íslensku óperunnar eigi ekki við um söngvarana þar sem þeir séu lausráðnir. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, er á öðru máli og segir fullyrðingu Steinunnar Birnu ekki standast. Í gildi sé samningur milli FÍH og Óperunnar frá 4. desember 2000 sem aldrei hafi verið sagt upp og fyrri óperustjórar virt. Fyrir sýninguna sem deilan stendur um hafi verið gerðir verktakasamningar við hvern söngvara um tilteknar upphæðir og segir Gunnar að ein klausa veki sérstaka eftirtekt í samningunum: „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslensku óperunnar og Félags íslenskra leikara/ Félags íslenskra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Verktakasamningarnir hafi allir verið gerðir í vor og tilvist kjarasamningsins þar með verið viðurkennd. Gunnars segir Óperuna því hafa brotið gegn kjarasamningum með margvíslegum hætti. „Meðal annars var virt að vettugi sú skylda að Íslenska óperan tilkynni til FÍH hvaða söngvarar séu ráðnir og sendi einnig yfirlýsingu um að ekki skuli greidd lægri laun en kjarasamningurinn segir til um. Þá fór hámarksæfingatími fram yfir 24 klukkustundir á viku auk þess sem ekki var greitt samningsbundið upp á 17,42% á laun,“ segir Gunnar. Hann segir rétt að greidd hafi verið hærri sýningalaun en ákvæði kjarasamnings segja til um. En það skýrist af því að einungis sé kveðið á um hver lágmarkslaun skuli vera en ekkert sé því til fyrirstöðu að verkkaupi bjóði hærra verð. Þá segir Gunnar að kanna þurfi hvort kynbundinn launamunur tíðkist hjá söngvurum Íslensku óperunnar. „Tveimur kvensöngvurum í stórum hlutverkum eru boðnar 300.000 krónur í heildarlaun sem verktakar fyrir mánaðarvinnu á æfingatíma og öllum hópnum er greitt langt undir ákvæðum samningsins fyrir æfingar. Mér finnst að það þurfi að fara dýpra í þau mál,“ segir hann. Gunnar segir enn fremur að tilboð Óperunnar um kjaraleiðréttingu hafi bara staðið þremur af átta söngvurum til boða og lykti af því að verið sé að reyna að splundra samstöðu innan hópsins. „Kjarni málsins er að með ógegnsæjum verktakasamningum og launaleynd er verið að snúa niður kjör þeirra sem í raun bera uppi árangur Íslensku óperunnar. Söngvararnir eiga að vinna æfingar á launum sem standast engan samanburð og áhættan er þeirra hvort sýningar nái nægilegum fjölda til að rétta eitthvað af kjörin. Í sögulegu samhengi hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að kaupmætti. Hefur það gerst líka hjá stjórnendum Íslensku óperunnar?“ spyr Gunnar. Steinunn Birna óperustjóri vísar því alfarið á bug að kynbundinn launamunur þrífist innan Íslensku óperunnar. „Ég sem kvenkyns óperustjóri passa sérstaklega upp á að slíkt tíðkist ekki. Laun ákvarðast af stærð hlutverka og einnig hvort viðkomandi söngvari sé með aríur í verkinu. Oft eru kvenhlutverkin stærst en í Brúðkaupi Fígarós var vægi hlutverkanna mjög jafnt,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kjaramál Menning Tónlist Íslenska óperan Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent