„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 17:36 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði félagsmálaráðherra hvort yfirlýsingar Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, um málefni innflytjenda á málþingi sem hann sótti fyrir helgi, endurspegluðu stefnu stjórnvalda. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti að taka þátt í pallborði í málstofu um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn sem fór fram á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ásmundur forfallaðist en í hans stað mætti Gissur. Þorsteinn sagði að Gissur hefði haft í frammi sláandi ummæli um innflytjendur á Þjóðarspeglinum og þótti ástæða til að ræða málið við félagsmálaráðherra.Spurði hvort stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum „Þar sem meðal annars kom fram að hann teldi ekki ástæðu til að fræða innflytjendur frekar um réttindi sín á vinnumarkaði, þar væri hver á eigin ábyrgð að afla sér upplýsinga þar að lútandi. Hann teldi ekki ástæðu til að styrkja sérstaklega íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Hann tók það sérstaklega fram hvað það væri gott hvað það væri auðvelt að losna við fólk á íslenskum vinnumarkaði í þessu samhengi. Þetta gengur auðvitað þvert á framkvæmdaáætlun sem samþykkt var hér á Alþingi fyrir þremur árum síðan,“ sagði Þorsteinn undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þorsteinn spurði hvort ráðuneytisstjórinn hefði verið að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða hvort einhver stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum; hvort þetta væri lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda og ráðherra í málaflokknum.Ráðherra sagðist hafa frétt af ummælum ráðuneytisstjórans og af pistli sem skrifaður var af því tilefni en bætti við að hann hefði ekki sett sig nægilega vel inn í málið.vísir/vilhelmÁsmundur Einar svaraði því að hann væri ekki vel inn í málinu en hefði frétt af pistli sem Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefði skrifað um fundinn og birt á vef Kjarnans. Hann gat þó staðfest að engin stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum.Sjá nánar: Opið bréf til Ásmundar Einars DaðasonarSegir ummælin lýsa gríðarlegum fordómum og áhugaleysi Þorsteinn steig aftur í pontu og sagði að ummælin hefði honum þótt svo alvarleg að hann hefði fundið sig knúinn til að ræða við nokkra fundarmenn um þau. „Já, fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra ráðuneytis vinnumarkaðar og málefna innflytjenda af því þetta lýsir auðvitað gríðarlegum fordómum gagnvart stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og gríðarlegu áhugaleysi ráðuneytis og ráðuneytisstjóra þessa ráðuneytis að sinna málefnum þessa hóps.“ Alþingi Félagsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði félagsmálaráðherra hvort yfirlýsingar Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, um málefni innflytjenda á málþingi sem hann sótti fyrir helgi, endurspegluðu stefnu stjórnvalda. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti að taka þátt í pallborði í málstofu um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn sem fór fram á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ásmundur forfallaðist en í hans stað mætti Gissur. Þorsteinn sagði að Gissur hefði haft í frammi sláandi ummæli um innflytjendur á Þjóðarspeglinum og þótti ástæða til að ræða málið við félagsmálaráðherra.Spurði hvort stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum „Þar sem meðal annars kom fram að hann teldi ekki ástæðu til að fræða innflytjendur frekar um réttindi sín á vinnumarkaði, þar væri hver á eigin ábyrgð að afla sér upplýsinga þar að lútandi. Hann teldi ekki ástæðu til að styrkja sérstaklega íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Hann tók það sérstaklega fram hvað það væri gott hvað það væri auðvelt að losna við fólk á íslenskum vinnumarkaði í þessu samhengi. Þetta gengur auðvitað þvert á framkvæmdaáætlun sem samþykkt var hér á Alþingi fyrir þremur árum síðan,“ sagði Þorsteinn undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þorsteinn spurði hvort ráðuneytisstjórinn hefði verið að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða hvort einhver stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum; hvort þetta væri lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda og ráðherra í málaflokknum.Ráðherra sagðist hafa frétt af ummælum ráðuneytisstjórans og af pistli sem skrifaður var af því tilefni en bætti við að hann hefði ekki sett sig nægilega vel inn í málið.vísir/vilhelmÁsmundur Einar svaraði því að hann væri ekki vel inn í málinu en hefði frétt af pistli sem Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefði skrifað um fundinn og birt á vef Kjarnans. Hann gat þó staðfest að engin stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum.Sjá nánar: Opið bréf til Ásmundar Einars DaðasonarSegir ummælin lýsa gríðarlegum fordómum og áhugaleysi Þorsteinn steig aftur í pontu og sagði að ummælin hefði honum þótt svo alvarleg að hann hefði fundið sig knúinn til að ræða við nokkra fundarmenn um þau. „Já, fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra ráðuneytis vinnumarkaðar og málefna innflytjenda af því þetta lýsir auðvitað gríðarlegum fordómum gagnvart stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og gríðarlegu áhugaleysi ráðuneytis og ráðuneytisstjóra þessa ráðuneytis að sinna málefnum þessa hóps.“
Alþingi Félagsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira