Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2019 19:00 Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira