Evelyn Beatrice Hall. Ha, hver? Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 10:00 Árið 2016 tilkynnti morgunkornsframleiðandinn Kellogg’s að fyrirtækið hygðist hætta að auglýsa á vefmiðlinum Breitbart. Breitbart er vinsæll fréttamiðill meðal öfgahægrimanna í Bandaríkjunum. Vefsíðan sem tengdist Donald Trump nánum böndum hafði lengi verið sökuð um kynþáttahatur, kvenfyrirlitningu og andúð á múslimum. Á miðlinum mátti lesa fyrirsagnir á borð við: „Pólitísk rétthugsun verndar nauðgunarmenningu múslima.“ Viðskiptavinum Kellogg’s misbauð að morgunkornsframleiðandinn auglýsti á Breitbart. Þeir kvörtuðu og Kellogg’s brást við með fyrrgreindum hætti. Konur, Kína, kolefnisfótspor Nýverið fór Íslandsbanki í naflaskoðun. Í kjölfarið ákvað bankinn að tileinka sér samfélagsábyrgð. „Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar,“ sagði Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, í blaðagrein. Fyrirtækið hugðist hætta að flytja inn plastsparibauka frá Kína, hætta að prenta skýrslur á pappír og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Í kjölfar greinarinnar ætlaði allt um koll að keyra. Það var þó ekki kolefnisfótsporið og plastbaukarnir frá Kína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Heldur konurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvort það væri ekki „óhugnanlegt“ þegar „banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að uppátækið kæmi sér „spánskt fyrir sjónir“. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í viðtali að Íslandsbanki ætti „að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar“. Fræg er tilvitnun um tjáningarfrelsið sem gjarnan er eignuð heimspekingnum Voltaire: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Tilvitnunin hér að framan endurspeglar viðhorf undirritaðrar til tjáningarfrelsisins. Ég hef varið rétt óvinsælla einstaklinga til að segja óvinsæla hluti, rétt Jyllands-Posten til að birta Múhameðs-teikningarnar, rétt breska íhaldsmannsins Douglas Murray til að tala á Íslandi. Ég skrifaði einu sinni heilan pistil til varnar Sigmundi Davíð eftir að hann sagði lélegan brandara á Snapchat. Ég á mér fáar sannfæringar í lífinu – en trú mín á mikilvægi tjáningar- og prentfrelsis er ein sú sterkasta. Það er því huggulegt að fá liðsauka í baráttunni, heilan karlakór sem syngur af nýfundinni ástríðu um tjáningarfrelsið. Aðeins einn galli er á gjöf Njarðar: Íslandsbankamálið hefur ekkert með kúgun á tjáningarfrelsinu að gera. Voltaire sagði ekki: „Ég léti lífið til að verja rétt þinn til auglýsingatekna.“ Fyrirtækjum er frjálst að velja hvar þau auglýsa. Fjölmiðlum er á sama tíma frjálst að segja það sem þeim sýnist innan ramma laganna. Fólki er frjálst að gagnrýna það. Fólki er frjálst að gagnrýna fyrirtæki sem auglýsa hjá fjölmiðli sem því mislíkar: Það kallast tjáningarfrelsi. Því tjáningarfrelsi er ekki bara fjölmiðla; það er allra. Ef íslenskur fjölmiðill birti grein um „nauðgunarmenningu múslima“ og Íslandsbanki hætti að auglýsa hjá viðkomandi miðli í kjölfarið, stæði samfélagið á öndinni? Ég leyfi mér að efast um það. En ef málið snýst um konur horfir það öðruvísi við. Því eins og John Lennon orti: „Woman is the nigger of the world.“ Það var reyndar Yoko Ono sem á heiðurinn af umræddri ljóðlínu sem annar tveggja höfunda textans. Og það var heldur ekki Voltaire sem ritaði hin fleygu orð: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Það var kona að nafni Evelyn Beatrice Hall. En við erum öll búin að gleyma því. Því karlar eiga veröldina, orðið og auðinn og þeir syngja nú af fullri raust því þeir vilja halda áfram að eiga veröldina, orðið og auðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 tilkynnti morgunkornsframleiðandinn Kellogg’s að fyrirtækið hygðist hætta að auglýsa á vefmiðlinum Breitbart. Breitbart er vinsæll fréttamiðill meðal öfgahægrimanna í Bandaríkjunum. Vefsíðan sem tengdist Donald Trump nánum böndum hafði lengi verið sökuð um kynþáttahatur, kvenfyrirlitningu og andúð á múslimum. Á miðlinum mátti lesa fyrirsagnir á borð við: „Pólitísk rétthugsun verndar nauðgunarmenningu múslima.“ Viðskiptavinum Kellogg’s misbauð að morgunkornsframleiðandinn auglýsti á Breitbart. Þeir kvörtuðu og Kellogg’s brást við með fyrrgreindum hætti. Konur, Kína, kolefnisfótspor Nýverið fór Íslandsbanki í naflaskoðun. Í kjölfarið ákvað bankinn að tileinka sér samfélagsábyrgð. „Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar,“ sagði Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, í blaðagrein. Fyrirtækið hugðist hætta að flytja inn plastsparibauka frá Kína, hætta að prenta skýrslur á pappír og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Í kjölfar greinarinnar ætlaði allt um koll að keyra. Það var þó ekki kolefnisfótsporið og plastbaukarnir frá Kína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Heldur konurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvort það væri ekki „óhugnanlegt“ þegar „banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að uppátækið kæmi sér „spánskt fyrir sjónir“. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í viðtali að Íslandsbanki ætti „að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar“. Fræg er tilvitnun um tjáningarfrelsið sem gjarnan er eignuð heimspekingnum Voltaire: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Tilvitnunin hér að framan endurspeglar viðhorf undirritaðrar til tjáningarfrelsisins. Ég hef varið rétt óvinsælla einstaklinga til að segja óvinsæla hluti, rétt Jyllands-Posten til að birta Múhameðs-teikningarnar, rétt breska íhaldsmannsins Douglas Murray til að tala á Íslandi. Ég skrifaði einu sinni heilan pistil til varnar Sigmundi Davíð eftir að hann sagði lélegan brandara á Snapchat. Ég á mér fáar sannfæringar í lífinu – en trú mín á mikilvægi tjáningar- og prentfrelsis er ein sú sterkasta. Það er því huggulegt að fá liðsauka í baráttunni, heilan karlakór sem syngur af nýfundinni ástríðu um tjáningarfrelsið. Aðeins einn galli er á gjöf Njarðar: Íslandsbankamálið hefur ekkert með kúgun á tjáningarfrelsinu að gera. Voltaire sagði ekki: „Ég léti lífið til að verja rétt þinn til auglýsingatekna.“ Fyrirtækjum er frjálst að velja hvar þau auglýsa. Fjölmiðlum er á sama tíma frjálst að segja það sem þeim sýnist innan ramma laganna. Fólki er frjálst að gagnrýna það. Fólki er frjálst að gagnrýna fyrirtæki sem auglýsa hjá fjölmiðli sem því mislíkar: Það kallast tjáningarfrelsi. Því tjáningarfrelsi er ekki bara fjölmiðla; það er allra. Ef íslenskur fjölmiðill birti grein um „nauðgunarmenningu múslima“ og Íslandsbanki hætti að auglýsa hjá viðkomandi miðli í kjölfarið, stæði samfélagið á öndinni? Ég leyfi mér að efast um það. En ef málið snýst um konur horfir það öðruvísi við. Því eins og John Lennon orti: „Woman is the nigger of the world.“ Það var reyndar Yoko Ono sem á heiðurinn af umræddri ljóðlínu sem annar tveggja höfunda textans. Og það var heldur ekki Voltaire sem ritaði hin fleygu orð: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Það var kona að nafni Evelyn Beatrice Hall. En við erum öll búin að gleyma því. Því karlar eiga veröldina, orðið og auðinn og þeir syngja nú af fullri raust því þeir vilja halda áfram að eiga veröldina, orðið og auðinn.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun