Enski boltinn

Xhaka ekki með gegn Úlfunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Xhaka var gerður að fyrirliða Arsenal í haust.
Xhaka var gerður að fyrirliða Arsenal í haust. vísir/getty
Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Xhaka lét stuðningsmenn Arsenal heyra það þegar hann var tekinn af velli í 2-2 jafnteflinu við Crystal Palace um síðustu helgi. Hann fór úr treyjunni, kastaði henni í jörðina og strunsaði svo inn til búningsherbergja.

Xhaka viðurkenndi að hafa brugðist rangt við en sagði að hann hefði fengið nóg af framkomu stuðningsmanna Arsenal. Í yfirlýsingu frá Xhaka sagði hann m.a. að konu sinni og dóttur hefðu verið hótað.



Xhaka lék ekki með Arsenal þegar liðið tapaði fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í 4. umferð enska deildabikarsins í fyrradag. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 5-5 en Liverpool vann vítakeppnina, 5-4.

Ekki liggur fyrir hvort Xhaka verði áfram fyrirliði Arsenal.


Tengdar fréttir

Arsenal býður Xhaka upp á fría sálfræðitíma

Það logar allt stafna á milli hjá Arsenal í kjölfar þess að fyrirliði liðsins, Granit Xhaka, brjálaðist er hann var tekinn af velli í leiknum gegn Crystal Palace um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×