Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 23:33 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/J. Scott Applewhite Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. Pelosi sagði hann einnig geta svarað spurningum skriflega ef hann vildi. Þetta sagði hún vegna ummæla Trump um að hann fengi ekki færi á að verja sig gegn rannsókninni. Chuck Schumer, formaður þingflokks Demókrata í öldungadeildinni, sló á svipaða strengi og sagði að ef forsetinn væri ekki sáttur við það sem hann heyrði, ætti hann að koma sjálfur og bera vitni. Þar að auki ætti hann að leyfa starfsfólki sínu að bera vitni en Trump hefur meinað fjölda starfsmanna sinna að svara spurningum þingmanna.Schumer sagði þá staðreynd leiða til þess að hann velti fyrir sér hvað Trump hefði að fela. Opnar vitnaleiðslur munu halda áfram í þessari viku eftir að þær hófust í þeirri síðustu. Á meðal þeirra sem munu bera vitni er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Hann er eina vitnið hingað til sem hefur persónulega rætt við Trump um þann þrýsting sem beitt var gegn ríkisstjórn Úkraínu til að fá þá til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og hvort Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að hefja þær rannsóknir. Tvö vitni segjast hafa heyrt Sondland ræða við Trump í síma um málið. Sjálfur segist Trump ekki muna eftir slíkum símtölum og hefur gefið í skyn að hann viti í raun ekki hver Sondland er. Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. Pelosi sagði hann einnig geta svarað spurningum skriflega ef hann vildi. Þetta sagði hún vegna ummæla Trump um að hann fengi ekki færi á að verja sig gegn rannsókninni. Chuck Schumer, formaður þingflokks Demókrata í öldungadeildinni, sló á svipaða strengi og sagði að ef forsetinn væri ekki sáttur við það sem hann heyrði, ætti hann að koma sjálfur og bera vitni. Þar að auki ætti hann að leyfa starfsfólki sínu að bera vitni en Trump hefur meinað fjölda starfsmanna sinna að svara spurningum þingmanna.Schumer sagði þá staðreynd leiða til þess að hann velti fyrir sér hvað Trump hefði að fela. Opnar vitnaleiðslur munu halda áfram í þessari viku eftir að þær hófust í þeirri síðustu. Á meðal þeirra sem munu bera vitni er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Hann er eina vitnið hingað til sem hefur persónulega rætt við Trump um þann þrýsting sem beitt var gegn ríkisstjórn Úkraínu til að fá þá til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og hvort Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að hefja þær rannsóknir. Tvö vitni segjast hafa heyrt Sondland ræða við Trump í síma um málið. Sjálfur segist Trump ekki muna eftir slíkum símtölum og hefur gefið í skyn að hann viti í raun ekki hver Sondland er. Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15
Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36
Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48
„Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00