Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 23:33 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/J. Scott Applewhite Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. Pelosi sagði hann einnig geta svarað spurningum skriflega ef hann vildi. Þetta sagði hún vegna ummæla Trump um að hann fengi ekki færi á að verja sig gegn rannsókninni. Chuck Schumer, formaður þingflokks Demókrata í öldungadeildinni, sló á svipaða strengi og sagði að ef forsetinn væri ekki sáttur við það sem hann heyrði, ætti hann að koma sjálfur og bera vitni. Þar að auki ætti hann að leyfa starfsfólki sínu að bera vitni en Trump hefur meinað fjölda starfsmanna sinna að svara spurningum þingmanna.Schumer sagði þá staðreynd leiða til þess að hann velti fyrir sér hvað Trump hefði að fela. Opnar vitnaleiðslur munu halda áfram í þessari viku eftir að þær hófust í þeirri síðustu. Á meðal þeirra sem munu bera vitni er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Hann er eina vitnið hingað til sem hefur persónulega rætt við Trump um þann þrýsting sem beitt var gegn ríkisstjórn Úkraínu til að fá þá til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og hvort Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að hefja þær rannsóknir. Tvö vitni segjast hafa heyrt Sondland ræða við Trump í síma um málið. Sjálfur segist Trump ekki muna eftir slíkum símtölum og hefur gefið í skyn að hann viti í raun ekki hver Sondland er. Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. Pelosi sagði hann einnig geta svarað spurningum skriflega ef hann vildi. Þetta sagði hún vegna ummæla Trump um að hann fengi ekki færi á að verja sig gegn rannsókninni. Chuck Schumer, formaður þingflokks Demókrata í öldungadeildinni, sló á svipaða strengi og sagði að ef forsetinn væri ekki sáttur við það sem hann heyrði, ætti hann að koma sjálfur og bera vitni. Þar að auki ætti hann að leyfa starfsfólki sínu að bera vitni en Trump hefur meinað fjölda starfsmanna sinna að svara spurningum þingmanna.Schumer sagði þá staðreynd leiða til þess að hann velti fyrir sér hvað Trump hefði að fela. Opnar vitnaleiðslur munu halda áfram í þessari viku eftir að þær hófust í þeirri síðustu. Á meðal þeirra sem munu bera vitni er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Hann er eina vitnið hingað til sem hefur persónulega rætt við Trump um þann þrýsting sem beitt var gegn ríkisstjórn Úkraínu til að fá þá til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og hvort Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að hefja þær rannsóknir. Tvö vitni segjast hafa heyrt Sondland ræða við Trump í síma um málið. Sjálfur segist Trump ekki muna eftir slíkum símtölum og hefur gefið í skyn að hann viti í raun ekki hver Sondland er. Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15
Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36
Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48
„Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00