Missti flugréttindi vegna sykursýki og segir reglurnar úreltar Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 16. nóvember 2019 20:11 Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira